Hverfisgata 35, 101 Reykjavík (Miðbær)
59.900.000 Kr.
Hæð / Hæð í fjórbýlishúsi
3 herb.
111 m2
59.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1907
Brunabótamat
24.300.000
Fasteignamat
43.100.000

VB Eignir. Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali 822-8183 kynnir: 

Hef fengið í einkasölu að Hverfisgötu 35, í hjarta miðbæjar Reykjavíkur, mjög bjarta, rúmgóða og kosy 3ja herbergja 111,2 fm íbúðarhæð á annari hæð, í mjög svipmiklu, fallegu og nýlega klæddu fjórbýlishúsi á horni Klapparstígs og Hverfisgötu. Húsið stendur á 158.6 fm eignarlóð. 
Á jarðhæðinni fyrir neðan er verslunin HYALIN sem er frönsk sælkeraverslun í 40,9 fm, auk þess er 86,4 fm íbúð á jarðhæðinni og svo er fyrir ofan í risinu ein 119,7 fm íbúð í viðbót. Sérhiti og sérrafmagn. Lóðin er 158,6 fm eignarlóð. Fallegir rósettulistar í loftum og við gólf í flestum rýmum. Fallegar fulningahurðir og gamaldags listar í kringum gereft og glugga. Eignin skiptist í 103,9 fm íbúð á annari hæð ásamt 7,3 fm geymsluskúr á lóðinni.
Húsið var í upphafi í eigu sömu fjölskyldu í tugi ára og í verslunarplássinu var Hattabúðin til húsa í rúm 70 ár.
Opið hús verður fljótlega en ef þið viljið skoða eignina þá hafið þið samband við Vilhjálm Bjarnason löggiltan fasteignasala á villi@vbeignir.is og pantið tíma til skoðunar. 
Aðkoma
: Sameiginlegur inngangur inn í húsið er frá Hverfisgötunni og er þaðan gengið upp mjög fallegan viðarstiga með gamaldags pírólahandriðum upp einn stiga á stigapallinn þar sem inngangurinn inn í þessa íbúð er ásamt útgangi á góðar suður svalir sem snúa út á Hverfisgötuna.
Það eru raunar tveir inngangar frá stigapallinum inn í íbúðina þannig að hægt er að hafa tvo sérinnganga af stigapallinum ef það hentaði nýjum eiganda að skipta íbúðinni upp eða hafa sér forstofuherbergi.
Íbúðin skiptist þannig: Sérstaklega rúmgóð og björt forstofa og hol með gömlum gólffjölum á gólfi, gluggi. Úr forstofuholinu er innangengt í eldhúsið og stofuna.
Mjög stórt svefnherbergi með harðparketi á gólfi, gæti verið að gömlum gólffjalirnar væru þar undir, góður gluggi, skápur. 
Annað stórt herbergi gömlum gólffölum á gólfinu, gamall lítill skápur, góður gluggi, aukahurð fram á stigaganginn.
Baðherbergið er uppgert með flísum á gólfi og hjá upphengdu WCinu, vaskinum og baðkarinu sem er með sturtutækjum, gluggi. 
Þvottahús og geymsla innaf eldhúsinu og innan íbúðarinnar með flísum á gólfi, hillur og stór gluggi, t,f, þvottavél og þurrkara. 
Eldhúsið er rúmgott með dúk á gólfi, hugsanlega eru gömlu gólffjalirnar þar undir, góð borðaðstaða, hvít og svört þokkaleg innrétting, tengill fyrir uppþvottavél.
Stór, björt og falleg stofa og borðstofa með gömlum gólffjölum á gólfi, þrír fallegir horngluggar.  

Stigapallurinn er fallegur og snyrtilegur með fallegum stiga og stigahandriði.
Garður og lóð: Lóðin er 158,6 fm sameiginleg eignarlóð allra eigenda hússins.  Geymsluskúr er á lóðinni sem fylgir þessari íbúð og er hann 7,3 fm og í frekar lélegu ástandi
Það sem talið er að búið sé að gera á undanförnum árum er eftirfarandi, sjá þó fyrirvara hér að neðan þar sem eigendur eru erlendir og búa ekki í íbúðinni: Upplýsingar að mestu frá öðrum íbúum hússins og án ábyrgðar. Húsið var byggt 1907 og því friðað að utan. 2011 er sagt að skift hafi verið um járn á öllu húsinu og þak og gluggar málaðir, einnig væri hljóðeinangrandi gler í íbúðinni. Rafmagnstöflur eru í öllum íbúðunum og sérrafmagn og sérhiti. Skólp er sagt nýlegt. Það stendur til að mála húsið að utan á næstunni. Það þarf líklega að skifta um hurð á svölunum en hún er ekki í góðu ástandi, sérstaklega með tilliti til þess að hún er flóttaleið.
  
Eigendur eignarinnar eru erlendir ríkisborgarar sem búa ekki á landinu og geta þeir því ekki uppfyllt skyldur seljanda til upplýsingargjafar nægilega vel og eru því væntanlegir kaupendur sérstaklega hvattir til að skoða eignina vel og hafa með sér fagmann við skoðun eignarinnar.  
Ekkert er áhvílandi á íbúðinni samkvæmt veðbók frá 13.03.2018.

Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. 
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag.
Sími 822-8183

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.