Æsufell 2, 111 Reykjavík (Efra Breiðholt)
34.900.000 Kr.
Fjölbýli / Fjölbýlishús með lyftu
4 herb.
101 m2
34.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1972
Brunabótamat
24.150.000
Fasteignamat
25.200.000

VB Eignir. Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali 822-8183 kynnir: 

Eignin er seld og fjármögnunarferliið gekk eftir og óska ég nýjum eiganda til hamingju með þessa fínu eign. Nú vantar mig fleiri íbúðir til sölu í þessu hverfi og raunar er alls staðar eftirspurn eftir íbúðum.
Íbúðin er laus við kaupsamning. Er með í sölu mikið uppgerða, vel nýtta og góða 4ra herbergja 101 fm endaíbúð á annarri hæð, með gluggum á þrjá vegu í vel viðhöldnu lyftuhúsi að Æsufelli 2 með frábæru útsýni yfir borgina, sundin, Snæfellsjökul og upp á Akranes. Húsvörður. Sameiginlegur stór garður með leiktækjum og grasi. Sumir hafa bætt við fjórða svefnherberginu þar sem nú er tölvukrókur. Ef þið viljið skoða íbúðina þá hringið í mig í 8228183, Vilhjálmur. 
Aðkoma:
Gengið er bæði inn á jarðhæðina bílastæðismegin og frá fyrstu hæðinni garðmegin inn í sameiginlegt stigahús með lyftu.
Íbúðin skiptist þannig: Forstofa með eikarparketi á gólfi, skóskápur og skápur.
Gangur og hol með eikarparketi.
Hjónaherbergi er gott með eikarparketi og skápum yfir heilan vegg.
Barnaherbergi með eikarparketi á gólfi. opið á milli yfir í: 
Þriðja herbergið er með eikarparketi á gólfi, skápur.
Baðherbergi með korkflísum á gólfi og flísaplötur frá ÞÞ á veggjum, sturtuklefi, vaskaskápur, skápur og spegill. Tengill fyrir þvottavél og þurrkara á baðinu.
Eldhús með eikarparketi á gólfi, falleg viðarinnrétting, vifta og góð eldhústæki, ofn í vinnuhæð, góð borðaðstaða og opið yfir í stofu.
Góð stofa með eikarparketi á gólfi, útgangur á flísalagðar vestur svalir, geislahitari á svölum og svalalokun. Frábært útsýni frá svölunum m.a. yfir borgina, sundin, Snæfellsjökul og upp á Akranes.
Sameign. Sameiginlegt þvottahús er á jarðhæð bílastæðismegin með tveimur stórum þvottavélum og stórum þurrkara, einnig er sameiginlegur frystiklefi með sér frystihólfi fyrir hverja íbúð. Einnig er á þessari hæð sérgeymsla fyrir íbúðina ásamt sameiginlegri hjóla og vagnageymslu.  Stórt sameiginlegt útisvæði er á efstu hæð, áttundu, með ótrúlegu útsýni í allar áttir.
Að sögn eiganda hefur eldhúsið, baðherbergið, brunahurðin inn í íbúðina, ofnar, ofnkranar, alvöru parket og raflagnir að hluta í íbúð verið endurnýjað á seinustu árum. Árið 2007 var húsið viðgert að utan, klætt áveðurs og restin máluð ásamt því að skipt var um alla glugga og allt gler bæði í íbúðinni og húsinu sjálfu. 
Áhvílandi lán verða flutt af eigninni.

Skemmtilegar gönguleiðir í allar áttir, 5 mín að ganga í Breiðholtslaug, World Class líkamsrækt, Bókasafn í Gerðubergi.
Matsölustaður í 3 mínútna göngufæri, Gamla bakaríið við hliðina á Pólsku búðinni.
Bónus er í Hólagarði ásamt bakaríi og Apóteki. Svo er Mjóddin alltaf í leiðinni. Stutt í Krónuna í Jafnarseli
Nokkrir leikskólar í göngufæri. Fellaskóli í göngufæri. Hólaskóli aðeins lengra frá og Fjölbraut í Breiðholti þar við FB
Strætó stoppistöð milli Þórufells og Æsufells sem fer uppí Fellahverfið og beint á móti stoppar Strætó á leiðinni í Mjóddina.

Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. 
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag.
Sími 822-8183

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.