Lækjasmári 68, 201 Kópavogur
49.900.000 Kr.
Hæð / Hæð í fjórbýlishúsi
3 herb.
121 m2
49.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1996
Brunabótamat
34.995.000
Fasteignamat
43.000.000

VB Eignir. Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali 822-8183 kynnir: 

Eignin er seld og fjármögnunarferli kaupenda gekk eftir og óska ég nýjum eigendum og seljendum til hamingju.
Mikil eftirspurn var eftir íbúðinni og fengu færri en vildu og óska ég því eftir fleiri íbúðum á sölu í hverfinu og á stór- höfuðborgarsvæðinu. 
Er með í einkasölu stóra, mjög vel nýtta og mikið endurnýjaða 4ra til 5 herbergja 121.4 fm efri sérhæð og ris með sérinngangi í fjórbýli að Lækjasmára 68 í Kópavogi ásamt stæði í bílageymslu.
 Húsið er fallegt og viðhaldslítið Permaformhús. Íbúðin er laus við kaupsamning þar sem seljendur eru búnir að kaupa aðra eign. Efri hæðin er í raun stærri en fm talan segir til um þar sem hluti er undir súð. Möguleiki á 4 svefnherbergjum á efri hæðinni. Sér þvottahús innan íbúðar. Eigninni fylgir sérgeymsla og sérbílastæði í upphitaðri og lokaðri bílageymslu. Allt sér og innan íbúðar og engin sameign til að þrífa. Gæludýr velkomin. 
Aðkoma: Gengið upp tröppur að íbúðinni og er sérinngangurinn að þessari íbúð vinstra megin á stigapallinum.
Íbúðin skiptist þannig, neðri hæð: 
Forstofa með skáp og flísum á gólfi. Rúmgott hol og stigahol með flísum. Eldhús með flísum á gólfi, hvít góð innrétting, ca 7 ára gömul, tengi fyrir uppþvottavél, ny eldavél, nýr vaskur og ný blöndunartæki. Þvottahús með dúk á gólfi og góðum hillum. Gesta WC með flísum á gólfi og einum vegg, nýr skápur og vaskur. Borðstofa og stofa er stór og björt með nýju hvíttuðu eikarplanka harðparketi á gólfi, útgangur á góðar suður svalir. 
Efri hæð:
Stigahol með flísum, þaðan er gengið inn í öll rými efri hæðar. Hjónaherbergi er með dúk á gólfi, mjög rúmgott, mikið skápapláss, jafnvel er möguleiki á að skipta því í tvö minni herbergi. Hægt er að gera tvö herbergi úr hjónaherberginu ef það hentar nýjum eigendum og verða þá fjögur svefnherbergi í eigninni.  Baðherbergi er nýlega uppgert, flísalagt í hólf og gólf, með nuddbaðkari sem er með sturtutækjum, upphengdu wc, handklæðaofn, innbyggt útvarp og góðri innréttingu. Barnaherbergi 1 með dúk á gólfi og skáp. Barnaherbergi 2 með dúk á gólfi og skáp. 
Háaloft, óskráð  er yfir allri efri hæðinni og er mjög gott sem margir hafa gert að leikherbergi eða sjónvarpsherbergi.
Sameign:  Í kjallaranum er sérgeymsla fyrir íbúðina með hillum. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er einnig í kjallara.
Bílageymsla: Sérstæði er í bílakjallara sem fylgir íbúðinni.

Ef þið viljið skoða íbúðina þá er ykkur velkomið að senda mér tölvupóst á [email protected] eða hringja í mig í 8228183, Vilhjálmur. 
Mjög stutt í leikskóla og skóla, Sporthúsið í næsta nágrenni sem og Smáralind, Smáratorg, Læknavaktin, Bakarameistarann, banka og stutt í alla þjónustu.
Áhvílandi er eitt lán frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. LSR.

Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. 
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag.
Sími 822-8183

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.