Beyki smíðastofa , 110 Reykjavík (Árbær)
Tilboð
Atvinnuhús / Þjónustufyrirtæki
0 herb.
1000 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
165.700.000
Fasteignamat
103.000.000

VB Eignir. Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali 822-8183 kynnir: 

Smíðastofan Beyki. Undirrituðum hefur verið falið að bjóða Smíðastofuna Beyki til sölu. 
Þeir sem til þekkja vita að Smíðastofan Beyki er búin að vera eitt af leiðandi fyrirtækjum á Íslandi í sérsmíði á innréttingum og sem alhliða þjónustufyrirtæki við byggingariðnaðinn frá stofnun árið 1981.

Beyki hefur frá upphafi sérhæft sig í þjónustu við heimili, fyrirtæki, hótel, ráðuneyti og stofnanir og hefur á að skipa 14 manna úrvals fagfólki ásamt góðri vinnuaðstöðu og nýjustu og fullkomnunstu vélum sem tryggja þau gæði sem Beyki er þekkt fyrir. Sérsmíði í öll rými nýja heimilisins og vinnustaðarins ásamt endurbótum á eldra íbúðarhúsnæði, skrifstofum, kirkjum, bönkum, opinberum húsum og stofnunum ásamt með verkumsjón og sérsmíði húsgagna, hurða og innréttinga eru meðal kjarnagreina Beyki.
Gæði, glæsileiki og framúrskarandi framleiðsla og sérsmíði úr fyrsta flokks efniviðum, teiknað af færustu arkitektum og hönnuðum landsins er það umhverfi sem þessir 14 frábæru starfsmenn Beyki vinna við alla daga sem hjálpar til við að búa þér og þínum fallegt heimili eða gott og vandað starfs og þjónustuumhverfi með heildina að leiðarljósi.
Smíðastofan Beyki hefur undanfarna áratugi verið rekin í góðri og snyrtilegri vinnuaðstöðu í um 1.000 fm húsnæði að Tangarhöfða 11 og Vagnhöfða 16 sem eru samliggjandi hús á Höfðanum í Reykjavík sem auðvitað er hægt að kaupa með ef það hentar nýjum aðila að reka fyrirtækið áfram á sama stað. Einnig er hægt að kaupa einungis fyrirtækið en ekki húsnæðið ef það hentar nýjum eigendum betur. Mögulegt er að fá keypt í viðbót á sömu lóð að Vagnhöfða 16 hinn helminginn af því húsi, um 222.3 fm, og eiga þá allt húsnæðið á lóðunum og báðar lóðirnar sem gæfi mikla möguleika á stækkun og eða hagræðingu. Verkefnastaða fyrirtækisins er góð og er yfirleitt fyrirliggjandi um 4 til 6 mánaða stöðug vinna og hefur það nánast alla tíð verið á þann veg.     
Eigendur eru fimm, allir með jafnan 20 % eignarhlut, og hefur meirihluti þeirra verið nánast frá upphafi innan fyrirtækisins.
Mögulegt er að einhverjir af þessum eigendum væru til í að eiga allan eða hluta af sínum eignarhluta áfram og eða hugsanlega að vinna áfram hjá fyrirtækinu ef samningar næðust þar um en þó eru engin skilyrði þar um. Smíðastofan Beyki og framleiðsluhlutinn er rekin undir Beyki ehf kt: 480187-1139 en fasteignirnar eru í sér hlutafélagi og reknar undir Höfðasel ehf kt: 640304-3240. Fyrir liggja bestu meðmæli frá m.a. Rut Kára innanhúsarkitekt og Syrusson hönnunarhúsi sem hafa verið í samstarfi við Beyki í allt að 20 ár.
Mikil tækifæri eru í að hafa aðgang að svona stóru framleiðslufyrirtæki á þeim markaði byggingariðnarins sem Beyki hefur sérhæft sig í að sinna.
Má t.d. nefna að Íbúðalánasjóður (ÍLS), sem er með hlutverk umsjónaraðila fyrir ríkisins hönd á byggingamarkaði á Íslandi, gaf í upphafi árs 2018, út skýrslu þar sem kemur fram að mikil og uppsöfnuð vöntun er á nýbyggingum á Íslandi. Meta þeir hjá ÍLS það svo að það vanti núna 17.000 íbúðir á markaðinn og það bætist við þörf upp á rúmlega 2.000 íbúðir á ári í viðbót bara til að uppfylla uppsafnaðar þarfir okkar Íslendinga fyrir húsnæði.
Þar að auki má nefna að 8.240 fleiri fluttust til landsins en frá landinu árið 2017 og virðist stefna í meiri flutninga til hingað á næstu árum sem kallar á ennþá meiri uppbyggingu en áður hefur verið talin hér að ofan.
Svo er auðvitað ljóst að viðhaldi þeirra fasteigna sem þó eru til í landinu hefur ekki verið sinnt sem skildi eftir 2008 og því má gera ráð fyrir að komið sé að viðhaldi innanhúss í mjög stóru hlutfalli þeirra 137.000 heimila sem eru í landinu.   
Svo þarf ekki að nefna að mikil uppbygging er fyrirlyggjandi á næstunni í fyrirtækjum og stofnunum landsins sem heldur hefur ekki verið sinnt með nægjanlegu viðhaldi undanfarin ár.   
Þegar allt þetta er skoðað í samhengi er ljóst að gífurleg þörf er á nýjum eldhús, bað og þvottahúsinnréttingum, nýjum hurðum, nýjum skápum og öðrum innréttingum á heimili og fyrirtæki landsins bæði ný og eldri.
Það er ekki á hverjum degi sem frábært framleiðslufyrirtæki í fullum rekstri býðst til kaups. 

Upplýsingar þær sem eru gefnar til áhugasamra eru trúnaðararmál og óskast meðhöndlaðar sem slíkar af þeim sem þær fá.
Áhugasamir hafi samband við undirritaðan til að fá nánari upplýsingar.   
Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali. VB Eignir fasteignasala. [email protected]   sími: 822-8183. Heilshugar um þinn hag.

Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. 
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag.
Sími 822-8183

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.