Snorrabraut 56, 105 Reykjavík (Austurbær)
Tilboð
Fjölbýli / Fjölbýlishús með lyftu
4 herb.
126 m2
Tilboð
Stofur
3
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1992
Brunabótamat
45.450.000
Fasteignamat
58.800.000

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali kynnir: 

Sjón er sögu ríkari, þetta er alveg einstök eign með ennþá einstakara útsýni.  
Hef fengið í einkasölu mjög einstaka eign á flottum stað að Snorrabraut 56b sem er með algjörlega einstöku útsýni og er hæfilega langt og hæfilega stutt frá miðbæ Reykjavíkur.
Um er að ræða 126,8 fm íbúð, sem er stærsta íbúðin í húsinu, ásamt um 60 til 70 fm svölum í sérstæðu húsi sem er staðsett á efstu hæð, áttundu hæð, í nýlegu og góðu lyftuhúsi  með sennilega einu besta útsýni sem völ er á í Reykjavík eins og sést á myndunum sem fylgja eigninni.
Lyfta er í húsinu upp á áttundu hæðina þar sem eru bara tvær íbúðir, þessi íbúð og ein önnur.    
Manni líður dálítið eins og Kalla á þakinu í þessari íbúð þar sem hún er eiginlega eins og sérhús ofan á húsinu sem hún er staðsett í sem er mjög sérstakt.
Íbúðin sjálf er á tveimur hæðum og skiptist í neðri hæð þar sem er forstofa, hol og gangur, eldhús með vönduðum MIELE tækjum og HÁCKER innréttingu, geymsla og þvottahús innan íbúðarinnar, baðherbergi, gott herbergi, borðstofa með útgangi á svalirnar og falleg stofa. Úr forstofunni og holinu er sérlyfta innan íbúðarinnar upp á efri hæðina en þar er bókastofa og lesstofa sem mætti breyta að hluta í herbergi ef það hentaði betur nýjum eigenda. Ef það hentar nýjum eiganda þá er hægt að taka lyftuna innan íbúðarinnar niður og setja fallegan stiga í staðinn sem mundi gera íbúðina mun fallegri.
Íbúðir í þessu húsi eru með kvöð um að ekki megi selja þær nema til aðila sem er 55 ára og eldri. Húsvörður er í húsinu. 

Fyrir þá sem eru að leita sér að fallegri og sérstakri eign er þessi íbúð alveg þess virði að skoða. 
Velkomið er að hringja í mig til að fá að skoða þessa sérstöku eign með því að hringja í 822-8183 eða senda tölvupóst á [email protected] til að finna tíma sem hentar.    
Hér má sjá video frá áramótunum https://youtu.be/8NdLYBQnAOw 

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru m.a. fengnar með sjónskoðun fasteignasala eignarinnar, sóttar í opinberar skrár, samkvæmt upplýsingum frá eiganda eignarinnar og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi skal veita fasteignasala og tilboðsgjöfum upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, t.d. vatns og raflagnir, dren, skólp og þak. Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. VB Eignir fasteignasala bendir væntanlegum tilboðsgjöfum á að kynna sér vel ástand eigna með  skoðun á eigninni fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þeir telji þörf á því. 


Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. Margir eru að hugsa um að endurfjármagna úr óhagstæðum bankalánum yfir í hagstæðari lífeyrissjóðslán þessa dagana og hjálpa ég fólki að athuga hvort það borgar sig og þá hvar best er að taka ný lán.
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, endurfjármagna, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.
Bendi ég öllum á að betra er að taka lífeyrissjósðlán en bankalán vegna kaupa á nýju heimili eða vegna endurfjármögnunar.
Allir eiga rétt á láni í nánast öllum þeim lífeyrissjóðum sem þeir hafa borgað í frá því þeir byrjuðu að vinna og svo er að velja þann sjóð sem er með lægstu vextina og eða hæsta lánshlutfallið eftir því sem hentar hverjum og einum. Ef þið þurfið meiri lán en þau 60 til 75 % sem lífeyrissjóðirnir eru að bjóða þá er hægt að taka allt upp í 90 % lán fyrir fyrstu kaupendur með því að taka lán frá Framtíðinni lánasjóð á eftir lífeyrissjóðsláninu. Þeir sem hafa keypt íbúð áður geta fengið upp í 85 % lán á eftir lífeyrissjóðslánunum.
Ég hef undanfarin tíu ár starfað sem stjórnarmaður, formaður og varaformaður í sjálfboðavinnu innan Hagsmunasamtaka heimilanna og hef þar og annars staðar "eftirnafnið" Ekki fjárfestir. 

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag. Sími 822-8183

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.