Miðbraut 24, 170 Seltjarnarnes
Tilboð
Fjölbýli / Þríbýli
4 herb.
113 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1961
Brunabótamat
30.550.000
Fasteignamat
45.300.000

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali kynnir: 

Þessi fallega sérhæð er seld og fengu færri en vildu. Mikil eftirspurn er eftir eignum á Seltjarnarnesinu og get ég bætt við mig eignum. Þess má geta að hún seldist á fimm dögum.
Miðbraut 24 á Seltjarnarnesinu. Er með í einkasölu nýuppgerða og fallega 113.3 fm 4ra herbergja sérhæð á jarðhæð í fallegu og góðu þríbýlishúsi í þessu gróna og fallega hverfi.

Þessi fallega sérhæð hefur nánast öll verið endurnýjuð að innan og meðal annars nánast allt parketið nýtt, nýr dökkur korkur á gólfum og ný eldhúsinnrétting og ný tæki ásamt því að innbyggð ný uppþvottavél og ísskápur fylgir. Allt sér og innan íbúðarinnar, m.a. geymslan og þvottahúsið, engin sameign sem þarf að ganga um. Íbúðin getur losanð mjög fljótlega þar sem eigandi er búinn að kaupa aðra eign.
Íbúðin er nýmáluð, falleg og vel nýtt. Lóðin er eignarlóð, stór og gróin 779 fm hornlóð með grasi og runnum. Húsið er fallegt, nýlega viðgert og málað 2017, það er byggt úr steinsteypu árið 1961. Þakið var skoðað af málanum sem málaði húsið 2017 og sagt í góðu standi að sögn seljanda. Gengið er meðfram útitröppum að innganginum fyrir þessa íbúð til vinstri við útitröppurnar. Sérbílastæði er fyrir þessa íbúð á hellulagða planinu hægra megin við útitröppurnar.   
Sérhæðin skiptist á eftirfarandi háttSérinngangur, forstofa með nýjum dökkum flottum og þægilegum kork á gólfi, fataskápar á gangi. Forstofuherbergi með harðparketi á gólfi, þetta herbergi er undir útitröppunum og er sennilega ekki inni í fermetratölu íbúðarinnar samkvæmt eignaskiptasamningi. Gott nýmálað hol og gangur með nýju eikar harðparketi á gólfi. Sérþvottahús innan íbúðarinnar með sturtu og eru þar flísar á gólfi og hjá sturtunni, vaskur og gluggi. Sérgeymsla er innan íbúðarinnar, gengið er í hana frá ganginum. Nýmálað svefnherbergi með hilluskáp og nýju eikar harðparketi á gólfi. Barnaherbergi er nýmálað og með nýju eikar harðparketi á gólfi. Fallegt baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, vaskur í borði, baðkar, skápur, upphengt wc, gluggi. Gullfallegt eldhús sem er nýmálað og með nýjum dökkum flottum og þægilegum kork á gólfi, falleg ný hvít innrétting með nýju spanhelluborði og nýjum ofn, innbyggð ný uppþvottavél og nýr innbyggður ísskápur fylgir, flott límtrésborðplata á borðum. Rúmgóð, falleg og björt nýmáluð stofa með nýju eikar harðparketi á gólfi og útgangi á hellulagðan sér vestur sólpall með skjólgirðingu, einnig er á lóðinni annar tré suður sólpallur sem er sameiginlegur.   

Staðsetning er mjög góð í þessu gróna og rólega hverfi á Seltjarnarnesinu. Stutt í skóla og leikskóla, íþróttahús, heilsugæslu, sundlaug, kaffihús, verslanir, veitingastaði, afþreyingu ásamt göngu og hjólaleiðum meðfram ströndinni. 
Dren og skólp er nýtt frá 2012. Húsið var múrviðgert og málað 2017. Nýleg rafmagnstafla, öryggi og lekaliðar. Sér rafmagn og sérhiti. Nýjar screen gardínur í stofu og eldhúsinu.  
Hús:
 Húsið er eitt af þessum fallegu steinsteyptu húsum frá 1961 sem gera þetta hverfi meðal annars svo sjarmerandi. 
Lóð: Lóðin er eignarlóð, vel gróin með grasi og runnum og er hún 779 fm. 
Sameign: Engin sameign sem þarf að ganga um, allt sér og innan íbúðarinnar. 
Ef þið viljið fá að skoða þessa fallegu sérhæð þá er ykkur velkomið að senda mér skilaboð á [email protected] eða hringja í mig í 822-8183. Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali. 

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru m.a. fengnar með sjónskoðun fasteignasala eignarinnar, sóttar í opinberar skrár, samkvæmt upplýsingum frá eiganda eignarinnar og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi skal veita fasteignasala og tilboðsgjöfum upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, t.d. vatns og raflagnir, dren, skólp og þak. Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. VB Eignir fasteignasala bendir væntanlegum tilboðsgjöfum á að kynna sér vel ástand eigna með  skoðun á eigninni fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þeir telji þörf á því. 


Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. Margir eru að hugsa um að endurfjármagna úr óhagstæðum bankalánum yfir í hagstæðari lífeyrissjóðslán þessa dagana og hjálpa ég fólki að athuga hvort það borgar sig og þá hvar best er að taka ný lán.
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, endurfjármagna, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.
Bendi ég öllum á að betra er að taka lífeyrissjósðlán en bankalán vegna kaupa á nýju heimili eða vegna endurfjármögnunar.
Allir eiga rétt á láni í nánast öllum þeim lífeyrissjóðum sem þeir hafa borgað í frá því þeir byrjuðu að vinna og svo er að velja þann sjóð sem er með lægstu vextina og eða hæsta lánshlutfallið eftir því sem hentar hverjum og einum. Ef þið þurfið meiri lán en þau 60 til 75 % sem lífeyrissjóðirnir eru að bjóða þá er hægt að taka allt upp í 90 % lán fyrir fyrstu kaupendur með því að taka lán frá Framtíðinni lánasjóð á eftir lífeyrissjóðsláninu. Þeir sem hafa keypt íbúð áður geta fengið upp í 85 % lán á eftir lífeyrissjóðslánunum.
Ég hef undanfarin tíu ár starfað sem stjórnarmaður, formaður og varaformaður í sjálfboðavinnu innan Hagsmunasamtaka heimilanna og hef þar og annars staðar "eftirnafnið" Ekki fjárfestir. 

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag. Sími 822-8183

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.