Kirkjuvellir 9, 221 Hafnarfjörður
Tilboð
Fjölbýli / Fjölbýlishús með lyftu
4 herb.
124 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2006
Brunabótamat
45.640.000
Fasteignamat
43.400.000

VB Eignir. Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali 822-8183 kynnir: 

Þessi glæsilega íbúð er seld. Kirkjuvellir 9 í Hafnarfirðinum fagra. Örugglega fallegasta fjölbýlishúsið á Völlunum. Er með í einkasölu 156.5 fm eign  sem skiptist í glæsilega og óvenju stóra 124.8 fm íbúð á jarðhæð ásamt rúmgóðu 31.7 fm stæði í vandaðri bílageymslu í litlu 20 íbúða sérlega veglegu fimm hæða lyftuhúsi á frábærum stað á Völlunum í Hafnarfirði.
Íbúðin er í dag með tveimur svefnherbergjum, stórri sjónvarpsstofu og rúmgóðri borðstofu sem er opin yfir í flotta stofu. Mögulegt er að bæta við einu herbergi í viðbót ef það hentaði nýjum eigendum betur en annars er þetta kjörin íbúð fyrir fólk sem vill hafa rúmt og fallegt í kringum sig. Íbúðin er laus við kaupsamning þar sem eigendur eru búin að kaupa aðra eign. 
Húsið sjálft er að mínu mati fallegast og veglegasta fjölbýlishúsið á Völlunum og var málað að utan sumarið 2018. Góð lofthæð. Þvottahús er innan íbúðarinnar.
Ef þið viljið skoða þessa fallegu íbúð þá getið þið sent mér tölvupóst á [email protected] 
Aðkoma:
Sameiginlegur mjög snyrtilegur inngangur með dyrasímakerfi með öryggismyndavél en einnig eru öryggismyndavélar í bílageymslunni og brunaviðvörunarkerfi í sameigninni sem er tengt beint við Securitas. Einnig er bruna- og þjófavarnarkerfi í íbúðinni sem er beintengt við Securitas. 
Íbúðin skiptist á eftirfarandi hátt: Forstofa með parketi á gólfi, góður eikarskápur upp í loft. Hjónaherbergi er rúmgott og bjart með parketi og fallegum og stórum eikarskápum upp í loft. Barnaherbergið er bjart og með parketi á gólfi, eikarskápur upp í loft. Baðherbergið er með flísum á gólfi upp í um 2ja metra hæð, hornbaðkar og einnig er sér stór sturtuklefi, handklæðaofn, upphengt wc, flottur vaskur í borði, gott skápapláss. Sérþvottahús innan íbúðarinnar með flísum á gólfi, tengt fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, t.f. vask og frystiskáp eða kistu. Rúmgóð sér sjónvarpsstofa með parketi á gólfi. Bjart, stórt og fallegt opið rými sem skiptist í eldhús, borðstofu og stofu. Eldhúsið er með parketi á gólfi, flottri eikar innréttingu með eldavélaeyju með plássi fyrir þrjá til að borða og gegnheilum granítborðplötum, ofn í vinnuhæð, stálháfur og stáltæki, nýtt spanhelluborð og nýr háfur. Góð opin borðstofa með parketi. Opið yfir í góða stofu með parketi á gólfi, útgangur á stórar sérafnotareit í suður.  Strimlagardínur fyrir öllum gluggum í íbúðinni fylgja.  
Bílgeymslan: Í kjallaranum er gott stæði sem er skráð hjá skra.is sem 31,7 fm brúttó en það er rúmgott og þægilegt í aðkeyrslu. Vaskur og þvottaaðstaða. Brunaviðvörunarkerfi er í bílgeymslunni sem er beintengt við Securitas. Einnig er sjálfvirkt myndbandsupptökukerfi í bílageymslunni. Hitalögn er í rampinum niður í bílageymsluna. Lyftan fer niður í bílageymsluna. Sameign. Sameign hússins er mjög snyrtileg og vel um gengin. Stigagangurinn er nýmálaður og teppin verða hreinsuð í framhaldinu. Í kjallaranum er góð sérgeymsla ásamt stórri sameiginlegri hjóla og vagnageymslu. Lóðin: Lóðin er sameiginleg, gróin og falleg og svo er sérafnotareitur þessarar íbúðar um 4 metra út frá stofu og er þar hellulagt að hluta í dag en mögulegt er að setja þar flottan og stóran um 40 fm sólpall í suður. Falleg sameiginleg náttúruleg lóð. Hús: Húsið sjálft er að mínu mati fallegast og veglegasta fjölbýlishúsið á Völlunum og þó víðar væri leitað, svo einfalt er það. Húsið var málað að utan sumarið 2018.Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. Margir eru að hugsa um að endurfjármagna úr óhagstæðum bankalánum yfir í hagstæðari lífeyrissjóðslán þessa dagana og hjálpa ég fólki að athuga hvort það borgar sig og þá hvar best er að taka ný lán.
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, endurfjármagna, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.
Bendi ég öllum á að betra er að taka lífeyrissjósðlán en bankalán vegna kaupa á nýju heimili eða vegna endurfjármögnunar.
Allir eiga rétt á láni í öllum þeim lífeyrissjóðum sem þeir hafa borgað í frá því þeir byrjuðu að vinna og svo er að velja þann sjóð sem er með lægstu vextina og eða hæsta lánshlutfallið eftir því sem hentar hverjum og einum. Ef þið þurfið meiri lán en þau 60 til 75 % sem lífeyrissjóðirnir eru að bjóða þá er hægt að taka allt upp í 90 % lán fyrir fyrstu kaupendur með því að taka lán frá Framtíðinni lánasjóð á eftir lífeyrissjóðsláninu. Þeir sem hafa keypt íbúð áður geta fengið upp í 85 % lán á eftir lífeyrissjóðslánunum.
Ég hef undanfarin tíu ár starfað sem stjórnarmaður, formaður og varaformaður í sjálfboðavinnu innan Hagsmunasamtaka heimilanna. 

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag.
Sími 822-8183

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.