Háagerði 87, 108 Reykjavík (Austurbær)
Tilboð
Einbýli / Einbýlishús á tveimur hæðum
4 herb.
201 m2
Tilboð
Stofur
3
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1964
Brunabótamat
47.880.000
Fasteignamat
81.300.000

VB Eignir. Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali 822-8183 kynnir: 

Þetta fallega hús er selt og fengu færri en vildu. Háagerði 87 í Smáíbúðahverfinu, hef fengið í einkasölu eitt af þessu fallegu og fjölskylduvænu steinsteypt einbýlishúsum sem stendur innst í rólegum botnlanga á einum besta stað í Smáíbúðahverfinu. Húsið er skráð 201.8 fm á tveimur hæðum sem skiptist í 166.1 fm íbúð og 35.7 fm sérbyggðan bílskúr. Húsið var byggt 1964 en þakinu á hluta hússins var lyft fyrir um 10 árum síðan og þá var skipt um járn á öllu þakinu og settir nýjir og stækkaðir kvistir og efri hæðin öll endurnýjuð í leiðinni. Rafmagn, þ.e. lagnir, rofar og tenglar var endurnýjað fyrir um 10 árum síðan og sett ný rafmagnstafla á efri hæðina. Í húsinu eru í dag fjögur svefnherbergi og þrjár stofur en geta verið fimm svefnherbergi og möguleiki er á að innrétta sér aukaíbúð í bílskúrnum. Gróin 510 fm lóð með grasi og runnum og hægt er að bæta við bílastæðum á framlóðinni ef það hentar nýjum eigendum. Stutt er í skóla og leikskóla. Húsið skiptist á eftirfarandi hátt: Neðri hæð: Forstofa með steyptu gólfi. Gangur og stigahol með flísum og hita í gólfi. Geymsla undir stiga. Gestasalerni með flísum og hita í gólfi, upphengt wc með flísalögðum vatnskassa, vaskur í borði, stór speginn, handklæðaofn, gluggi. Þvottahús með flísum á gólfi, opnir skápar, hillur og vinnuborð, t.f. vask, gluggi. Sjónvarpsstofa með parketi á gólfi, auðvelt að nota sem fimmta svefnherbergið. Eldhúsið er fallegt og bjart með parketi á gólfi og útgangi á suðurverönd með hellum, falleg um 7 ára eikar og háglans hvít innrétting með eldavélaeyju þar sem er VOSS spanhelluborði og setaðstaða fyrir fjóra við eyjuna, eldhúsið er vel skipulagt og með góðu vinnu og skápaplássi, tengt og pláss fyrir amerískan ísskáp og uppþvottavél. Borðstofa með parketi. Rúmgóð stofa með parketi.   Efri hæðin var öll endurnýjuð fyrir um 10 árum síðan: Frá holinu er steyptur stigi upp á efri hæðina en þar er fyrst tölvuhol og gangur með parketi og útgönguhurð. Aðalbaðherbergi hússins er á efri hæðinni og var það allt endurnýjað á smekklegan hátt fyrir um 10 árum síðan og er fallegt og rúmgott, flísar á gólfi og veggjum, innrétting með vask í borði, upphengt wc, handklæðaofn, baðkar og mjög stór og glæsilegur flísalagður sturtuklefi með stórum sturtuhaus, gluggi. Tvö rúmgóð og falleg kvistherbergi með parketi á gólfum. Þriðja herbergið með parketi á gólfi er innar á ganginum. Hjónaherbergið sem er fjórða herbergið á þessari hæð er innst á ganginum og er þar parket á gólfum og útgönguhurð sem er hugsuð út á svalir sem fyrirhugað var að gera út frá ganginum og hjónaherberginu. Bílskúrinn er sérbyggður og skráður 35.7 fm og er með fjarstýringu á innkeyrsluhurðinni og svo er gönguhurð út í garðinn en sett verður ný gönguhurð fyrir afhendingu. Lóðin er gróin 510 fm með grasi og runnum og hægt er að bæta við bílastæðum á framlóðinni.
Þetta fallega hús er byggt 1964, fyrir tveimur árum var allt húsið filterað að utan með hvítum filtmúr og verið er að mála húsið að utan og borgar seljandi það ásamt því að seljandi mun setja nýja gönguhurð á bílskúrinn og skila austurveggnum bakatil klæddum á smekklegan hátt. Allt skólp og lagnir frá húsinu var endurnýjað c.a. 2006 og frárennslislögnin út í götu fóðruð ásamt og settir nýjir brunnar. Verið velkomin að skoða þetta fallega og fjölskylduvæna hús.
Húsið skilast að öðru leiti eins og það var við skoðun kaupenda. Ekki er búið að klára húsið samkvæmt samþykktum teikningum og veit kaupandi af því og tekur við húsinu á þann hátt. Seljandi mun láta fara fram lokaúttekt á húsinu fyrir afhendingu sem mun segja að húsið sé ekki klárað samkvæmt samþykktum teikningum en þetta er gert meðal annars til að seljandi, sem jafnframt er byggingastjóri að húsinu, geti skilað því af sér sem slíkur. Kaupandi getur í framhaldinu fengið lokaúttekt á húsinu þegar honum hentar annað hvort með því að láta gera reyndarteikningu af húsinu eins og það er eða klára það samkvæmt samþykktum teikningum ef hann velur svo.Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. Margir eru að hugsa um að endurfjármagna úr óhagstæðum bankalánum yfir í hagstæðari lífeyrissjóðslán þessa dagana og hjálpa ég fólki að athuga hvort það borgar sig og þá hvar best er að taka ný lán.
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, endurfjármagna, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.
Bendi ég öllum á að betra er að taka lífeyrissjósðlán en bankalán vegna kaupa á nýju heimili eða vegna endurfjármögnunar.
Allir eiga rétt á láni í öllum þeim lífeyrissjóðum sem þeir hafa borgað í frá því þeir byrjuðu að vinna og svo er að velja þann sjóð sem er með lægstu vextina og eða hæsta lánshlutfallið eftir því sem hentar hverjum og einum. Ef þið þurfið meiri lán en þau 60 til 75 % sem lífeyrissjóðirnir eru að bjóða þá er hægt að taka allt upp í 90 % lán fyrir fyrstu kaupendur með því að taka lán frá Framtíðinni lánasjóð á eftir lífeyrissjóðsláninu. Þeir sem hafa keypt íbúð áður geta fengið upp í 85 % lán á eftir lífeyrissjóðslánunum.
Ég hef undanfarin tíu ár starfað sem stjórnarmaður, formaður og varaformaður í sjálfboðavinnu innan Hagsmunasamtaka heimilanna og hef þar og annars staðar "eftirnafnið" Ekki fjárfestir. 

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag. Sími 822-8183

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.