Klausturhvammur 3, 220 Hafnarfjörður
Tilboð
Raðhús
8 herb.
306 m2
Tilboð
Stofur
3
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1981
Brunabótamat
83.450.000
Fasteignamat
82.800.000

VB Eignir. Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali 822-8183 kynnir: 

Þetta fallega hús er selt.
Klausturhvammur 3 í Hafnarfirðinum fagra. Hef fengið í einkasölu fallegt og mikið 306.2 fm raðhús með bílskúr og aukaíbúð á þessum frábæra stað í Hafnarfirði.

Húsið er með aukaíbúð í dag og er lokað á milli en auðvelt að nota það rými með stóru íbúðinni ef það hentar nýjum eigendum betur og þeir þurfa mörg herbergi. Góðir tekjumöguleikar vegna aukaíbúðarinnar.
Húsið getur verið laust við kaupsamning því eigendur þess eru búnir að finna sér aðra eign sem er laus.
Þetta fallega hús skiptist á eftirfarandi hátt:
Aðkoman er að húsinu að aðalhæðinni: 
og er þar fyrst forstofa með flísum á gólfi og skáp.
Baðherbergið sem var uppgert fyrir um þremur árum síða er með flísum á gólfi og hjá stórum sturtuklefa sem er með glervegg, upphengt WC, vaskur í borði og skápur. 
Rúmgott eldhús með parketi á gólfi, ca 8 ára falleg viðarinnrétting, stór stáleldavél og stálháfur, flottar flísar á eldavéla og háfvegg, góð borðaðstaða. 
Stofan og borðstofan eru með parketi á gólfum og góðu útsýni
Herbergi með parketi á gólfi, útgengt á vestur svalir, þetta herbergi er á teikningum hjónaherbergi en hægt er að nota það sem hluta af stofum hússins.
Efri hæðin / ris: Það er á teikningum arinstofa og er steyptur reykháfur en ekki er búið að gera arininn, þetta rými er í dag notað sem hjónaherbergi og er útgengt á aðrar vestur svalir með flottu útsýni.
Á þessari rishæð er einnig góð geymsla / fataherbergi undir súðinni.
Neðsta hæð er með sérinngangi frá pallinum fyrir framan húsið en einnig er steyptur stigi upp á næstu hæð ef nýjir eigendur vilja nota neðstu hæðina með restinni af húsinu.
Á þessari hæð er forstofa og eldhús
 með parketi á gólfi.
Hol og gangur með parketi.
Baðherbergi með flísum í hólf og gólf, baðkar með sturtutækjum, vaskur í borði.
Þvottahús og geymsla
Þrjú góð herbergi eru á þessari hæð.
Stofa með 
útgengi á nýjan tré sólpall með skjólgirðingu og þaðan í bakgarðinn.  
Bílskúrinn er 29 fm og er nokkuð rúmgóður með fjarstýringu á innkeyrsluhurðinni og gönguhurð að auki. 
Lóðin: Framgarðurinn: Trésólpallur með skjólgirðingum og ytri hellulagður pallur með skjólgirðingum.
Bakgarður: Stór timbur vestur sólpallur með skjólveggjum og fallegur garður með rabbabara, rifsberjum og sólberjum.Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. Margir eru að hugsa um að endurfjármagna úr óhagstæðum bankalánum yfir í hagstæðari lífeyrissjóðslán þessa dagana og hjálpa ég fólki að athuga hvort það borgar sig og þá hvar best er að taka ný lán.
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, endurfjármagna, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.
Bendi ég öllum á að betra er að taka lífeyrissjósðlán en bankalán vegna kaupa á nýju heimili eða vegna endurfjármögnunar.
Allir eiga rétt á láni í öllum þeim lífeyrissjóðum sem þeir hafa borgað í frá því þeir byrjuðu að vinna og svo er að velja þann sjóð sem er með lægstu vextina og eða hæsta lánshlutfallið eftir því sem hentar hverjum og einum. Ef þið þurfið meiri lán en þau 60 til 75 % sem lífeyrissjóðirnir eru að bjóða þá er hægt að taka allt upp í 90 % lán fyrir fyrstu kaupendur með því að taka lán frá Framtíðinni lánasjóð á eftir lífeyrissjóðsláninu. Þeir sem hafa keypt íbúð áður geta fengið upp í 85 % lán á eftir lífeyrissjóðslánunum.
Ég hef undanfarin tíu ár starfað sem stjórnarmaður, formaður og varaformaður í sjálfboðavinnu innan Hagsmunasamtaka heimilanna og hef þar og annars staðar "eftirnafnið" Ekki fjárfestir. 

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag. Sími 822-8183

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.