Þinghólsbraut 1, 200 Kópavogur
Tilboð
Fjölbýli / Þríbýli
4 herb.
74 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1963
Brunabótamat
23.900.000
Fasteignamat
35.150.000

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali kynnir: 

Þessi fallega íbúð er seld. Hef fengið í einkasölu að Þinghólsbraut 1 í Kópavogi, bjarta og kosy mikið uppgerða 4ra herbergja rishæð í fallegu Steniklæddu þríbýlishúsi.Frábær staðsetning að sunnanverðu í vesturbæ Kópavogs þar sem örstutt er leikskóla, grunnskóla, menntaskóla, verslanir, bakarí, Salinn tónlistarhús, safnahús, Gerðasafn og hina margrómuðu Sundlaug Kópavogs. Í húsinu er ein 100.5 fm íbúð í kjallaranum, ein 87.3 fm á næstu hæð og þessi 74.3 fm íbúð í risinu. Botnflötur íbúðarinnar samkvæmt eignaskiptasamningi er 99 fm þannig að gera má ráð fyrir að nothæfir fermetrar innan íbúðarinnar séu nokkuð fleiri en skráð fermetratala segir til um. Húsið stendur á stórri, fallegri og gróinni 779 fm lóð með grasi, runnum og trjám.
Íbúðin er fallega máluð og vel skipulögð og nýbúið að setja nýja og fallega innréttingu og tæki í eldhúsið ásamt því að baðherbergið var endurnýjað 2014.
Ef þið viljið skoða eignina þá hafið samband við Vilhjálm Bjarnason löggiltan fasteignasala á [email protected] og pantið tíma til skoðunar. 
Aðkoma: Aðkoma er upp steyptar útitröppur, þar er fyrst komið inn í sameiginlega forstofu með hæðinni fyrir neðan og þaðan er gengið upp stiga í þessa íbúð.
Íbúðin skiptist þannig: Forstofa, hol og gangur með harðparketi, hilla og hengi ásamt nokkuð stórri súðargeymslu. Stórt svefnherbergi með harðparketi á gólfi, opinn nýlegur skápur með hillum. Barnaherbergið er líka nokkuð stórt og með harðparketi á gólfi. Baðherbergið sem var endurnýjað 2014 er með flísum á gólfi og hjá upphengdu wc og baðkarinu, skápur og vaskur í borði, handklæðaofn, gluggi.  Eldhúsið er glæsilegt og nýuppgert með harðparketi á gólfi, glæsileg svört innrétting með borðplöt sem er með fiskabeina mynstri og fallegum flísum fyrir ofan borðplötuna, keramic helluborð, tengill fyrir uppþvottavél, falleg borðaðstaða með bekk. Borðstofa með harðparketi, hún er í sérrými og opin yfir í stofuna en hægt er að nota borðstofuna sem þriðja svefnherbergið með því að loka á milli ef það hentar nýjum eigendum, önnur góð súðargeymsla er þar og búið er að útbúa aðstöðu fyrir yngri íbúana til að hafa þar kosy aðstöðu. Björt og falleg stofa með harðparketi á gólfi, útgangur á nýlegar 4.6 fm suð-vestur svalir með flottu útsýni í suður og vestur.  
Sameign: Lítil sameign, bara sameiginleg neðri forstofan og þvottahús á hæðinni með íbúðinni á næstu hæð fyrir neðan en þar sem tengt er fyrir þvottaaðstöðu en þar eru líka nokkrar sér geymsluhillur fyrir þessa íbúð ásamt því að það er sérgeymsla undir stiganum.  
Hús: Fallegt þríbýlishús sem var klætt að utan fyrir einhverjum árum með vönduðum Steni plötum. Búið er að skipta um járn á norðurhlið þaksins en sennilega er kominn tími á að skipta um járn og skoða þakið að sunnanverðu að sögn eigenda. Sér hiti og sér rafmagn er í öllum þremur íbúðunum. 
Garður og lóð: Lóðin er 779 fm, stór, falleg og gróin með grasi, runnum og trjám og er sameiginleg leigulóð allra eigenda hússins.
Athugið að ef þið hafið einhvern tímann á starfsævi ykkar greitt í einhvern lífeyrissjóð, óháð því hvort þið borgið í þann sjóð eða einhvern sjóð í dag, þá eigið þið að öllum líkindum rétt á láni í þeim sjóði og getið hugsanlega valið um sjóði til að taka lán út frá bestu kjörunum. Lífeyrissjóðirnir eru með mun betri kjör en bankarnir og raunar eru bankarnir með allt að 100 % hærri vexti en lífeyrissjóðirnir í sumum tilfellum. Ef þið þurfið svo hærra lán en lífeyrissjóðirnir bjóða upp á þá bíður Framtíðin lánasjóður upp á lán allt upp í 90 % fyrir fyrstu kaupendur og 85 % fyrir þá sem hafa átt íbúð áður á eftir lífeyrissjóðslánunum.  Ég aðstoða ykkur auðvitað við þetta ef þið viljið.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru m.a. fengnar með sjónskoðun fasteignasala eignarinnar, sóttar í opinberar skrár, samkvæmt upplýsingum frá eiganda eignarinnar og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi skal veita fasteignasala og tilboðsgjöfum upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, t.d. vatns og raflagnir, dren, skólp og þak. Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. VB Eignir fasteignasala bendir væntanlegum tilboðsgjöfum á að kynna sér vel ástand eigna með  skoðun á eigninni fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þeir telji þörf á því. 


Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. Margir eru að hugsa um að endurfjármagna úr óhagstæðum bankalánum yfir í hagstæðari lífeyrissjóðslán þessa dagana og hjálpa ég fólki að athuga hvort það borgar sig og þá hvar best er að taka ný lán.
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, endurfjármagna, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.
Bendi ég öllum á að betra er að taka lífeyrissjósðlán en bankalán vegna kaupa á nýju heimili eða vegna endurfjármögnunar.
Allir eiga rétt á láni í nánast öllum þeim lífeyrissjóðum sem þeir hafa borgað í frá því þeir byrjuðu að vinna og svo er að velja þann sjóð sem er með lægstu vextina og eða hæsta lánshlutfallið eftir því sem hentar hverjum og einum. Ef þið þurfið meiri lán en þau 60 til 75 % sem lífeyrissjóðirnir eru að bjóða þá er hægt að taka allt upp í 90 % lán fyrir fyrstu kaupendur með því að taka lán frá Framtíðinni lánasjóð á eftir lífeyrissjóðsláninu. Þeir sem hafa keypt íbúð áður geta fengið upp í 85 % lán á eftir lífeyrissjóðslánunum.
Ég hef undanfarin tíu ár starfað sem stjórnarmaður, formaður og varaformaður í sjálfboðavinnu innan Hagsmunasamtaka heimilanna og hef þar og annars staðar "eftirnafnið" Ekki fjárfestir. 

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag. Sími 822-8183

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.