Nökkvavogur 9, 104 Reykjavík (Vogar)
Tilboð
Fjölbýli
2 herb.
66 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1953
Brunabótamat
18.900.000
Fasteignamat
32.350.000

VB Eignir. Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali 822-8183 kynnir: 

Íbúðin er seld og óska ég seljendum og nýjum eigendum innilega til hamingju. 
Nökkvavogur 9. 104 Reykjavík.
Hef fengið í einkasölu glæsilega nánast algjörlega endurnýjaða þriggja herbergja 66.7 fm. íbúð með sérinngangi á neðstu hæð í fallegu og sjarmerandi nýlega bárujárnsklæddu þríbýlishúsi sem skiptist í steyptan kjallara, hæð og ris með einni íbúð á hverri hæð.
Íbúðin er á neðstu hæð í þessu fallega þríbýlishúsi á frábærum stað í lokuðum botnlanga í Vogahverfinu. Sameiginlegur fallegur afgirtur, barn og hundheldur, garður með grasi, trjám, sameiginlegum sólpalli og kofa. Stutt í strætó, skóla, leikskóla og framhaldsskóla.
Íbúðin getur verið laus við kaupsamning þar sem seljandi er búinn að kaupa sér aðra eign. 
Opið hús verður fljótlega upp úr áramótum en ef þið viljið skoða áður þá sendið mér póst á [email protected] eða hringið í 8228183 og annað hvort ég eða eigandinn sýnum íbúðina.
Aðkoma: Sérinngangur
er inn á hæðina á hlið hússins og er þar gengið niður nokkrar tröppur og er þar fyrst komið inn í ytri forstofu undir stiganum sem aðrir eigendur hafa aðgang að, þar fyrir innan er innri forstofa sem eigandi fyrstu hæðarinnar hefur aðgengi gegnum til að komast að þvottaherberginu sínu.
Íbúðin skiptist þannig: Forstofa, hol og gangur með nýju vínylparketi á gólfi. 
Baðherbergi og þvottahús er mjög rúmgott, flísalagt gólf og veggir, vaskur í borði, skápur, spegill, sturtuklefi, baðkar, handklæðaofn og gluggi. Þvottavélin og þurrkarinn er í dag ofan á baðkarinu á mjög smekklegan hátt en auðvelt er að útbúa aðra aðstöðu fyrir tækin til að hægt sé að nota baðkarið að sögn eiganda. 
Barnaherbergið er með nýju vínylparketi, það er á upprunalegu teikningunni að hluta til geymsla en búið er að breyta því þannig að þetta er í dag gott herbergi með glugga. 
Hjónaherbergið er rúmgott með nýju vínylparketi og nýjum skáp með speglahurðum, búið er að útbúa á smekklegan hátt flott geymslurými undir rúmdýnunni sem fylgir með.
Eldhúsið er með svartri og mjög fallegri nýrri eldhúsinnréttingu með gegnheilum límtrésborðplötum. Öll eldunartæki, eldavélin, ofninn og háfurinn eru ný. Vaskurinn og blöndunartækin eru ný. Nýr innbyggður ískápur og ný innbyggð uppþvottavél fylgja einnig.
Stofan er falleg og með nýju vínylparketi á gólfi, gluggar á tvo vegu.
Sameign er nánast engin fyrir utan forstofuaðgengið sem minnst er á hér fyrir ofan. 
Húsið er mjög fallegt og mikið endurnýjað þríbýlishúsi á frábærum stað innarlega í botnlanga í Vogahverfinu. Stutt í strætó, skóla, leikskóla og framhaldsskóla.
Lóðin er falleg, sameiginleg 590 fm og afgirt þannig að hún getur verið barn og hundheld og er með grasi, trjám, sameiginlegum sólpalli og kofa.

Endurbætur: Það sem búið er að gera í húsinu og íbúðinni frá 2008 er eftirfarandi í tímaröð frá seljanda. 2008: Skipt um þak. Skipt um alla glugga á annari hæð og í risi og skipt um alla glugga utan við fjóra á fyrstu hæð. 2013/2014: Húsið klætt að utan með bárujárni. 2016: Dren metið og allt endurnýjað utan við inngangshlið húss, það var metið í lagi. Skipt um alla glugga í kjallara utan við þann sem snýr inn í sameign. 2017: Skólp myndað og metið. Lögn fóðruð frá kjallara og út í brunn. 2017-18: Kjallaraíbúð endurnýjuð: Gólf flotað í allri íbúð utan við baðherbergi. Vínyl gólfefni lagt á alla íbúð, gífurlega slitsterkt, mér var sagt að þetta væri sama efni og er notað í part af Leifstöð og marga spítala í Svíþjóð. Allar miðstöðvarlagnir endurnýjaðar. Allir ofnar endurnýjaðir. Eldhús nýtt frá toppi til táar. Allir skápar og tæki frá IKEA. Hurðir innan íbúðar nýjar. Fræst fyrir nýjum tenglum og rofum ásamt lagnastokki fyrir upphengdu sjónvarpi. Nýjir reykskynjarar í öllum rýmum með 10 ára rafhlöðuendingu. 2019: Múrviðgerðir á grunni hússins. Grunnur slípaður upp og gert við sprungur og vatnsbretti. Grunnur múraður upp og málaður. Skipt út koparlögnum í hitagrind. Skipt út þrýstijöfnurum. Snjóbræðsla fyrir innkeyrslu tengd og komið fyrir hitainnspítingu og þrýstiaukadælu.Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. Margir eru að hugsa um að endurfjármagna úr óhagstæðum bankalánum yfir í hagstæðari lífeyrissjóðslán þessa dagana og hjálpa ég fólki að athuga hvort það borgar sig og þá hvar best er að taka ný lán.
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, endurfjármagna, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.
Bendi ég öllum á að betra er að taka lífeyrissjósðlán en bankalán vegna kaupa á nýju heimili eða vegna endurfjármögnunar.
Allir eiga rétt á láni í öllum þeim lífeyrissjóðum sem þeir hafa borgað í frá því þeir byrjuðu að vinna og svo er að velja þann sjóð sem er með lægstu vextina og eða hæsta lánshlutfallið eftir því sem hentar hverjum og einum. Ef þið þurfið meiri lán en þau 60 til 75 % sem lífeyrissjóðirnir eru að bjóða þá er hægt að taka allt upp í 90 % lán fyrir fyrstu kaupendur með því að taka lán frá Framtíðinni lánasjóð á eftir lífeyrissjóðsláninu. Þeir sem hafa keypt íbúð áður geta fengið upp í 85 % lán á eftir lífeyrissjóðslánunum.
Ég hef undanfarin tíu ár starfað sem stjórnarmaður, formaður og varaformaður í sjálfboðavinnu innan Hagsmunasamtaka heimilanna og hef þar og annars staðar "eftirnafnið" Ekki fjárfestir. 

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag. Sími 822-8183

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.