Berjarimi 24, 112 Reykjavík (Grafarvogur)
Tilboð
Fjölbýli / Fjölbýlishús með sérinngangi
3 herb.
124 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1994
Brunabótamat
32.570.000
Fasteignamat
37.200.000

VB Eignir. Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali 822-8183 kynnir: 

Þessi fallega íbúð er seld og fengu færri en vildu.
Berjarima 24 í Grafarvoginum, íbúð 0107.
Hef fengið í sölu mjög fallega og sérlega vel skipulagða 84.1 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi, sérþvottahúsi innan íbúðarinnar og sér suður trésólpalli með skjólgirðingu ásamt rúmgóðu 40,6 fm séreignarstæði í bjartri bílgeymslu. Samtals er brúttóstærð eignarinnar allrar 124.7 fm.
Að sögn eigenda var íbúðin mikið endurnýjuð fyrir um þremur áður og var þá meðal annars skipt um eldhúsinnréttingu og sett ný eldhústæki, einnig var þá sett ný baðinnrétting og nýjar innihurðar ásamt því að skipt var um gólfefni að mestu.  Íbúðin getur verið laus mjög fljótlega. Stutt í matvöruverslanir, matsölustaði, læknisþjónustu, strætó, skóla, leikskóla og framhaldsskóla.
Stór sameiginlegur og afgirtur garður með leiktækjum er fyrir framan íbúðina og er gengt í hann frá sólpallinum. Íbúðin hentar sérlega vel fyrir þá sem eiga erfitt með stiga og þá sem eru með gæludýr.
Eignin skiptist á eftirfarandi hátt: Sérinngangur: Forstofa með flísum og fataskáp. Hol og gangur með nýlegu harðparketi. Gott hjónaherbergi með nýlegu harðparketi á gólfi, góður skápur skápur, myrkvunargardínur. Barnaherbergi með nýlegu harðparketi á gólfi, myrkvunargardínur. Baðherbergið er með flísum á gólfi og á veggnum hjá sturtuklefanum, upphengt wc með innbyggðum kassa, handklæðaofn og stór innrétting með góðu skápaplássi, vifta. Sér þvottahús og búr er innan íbúðarinnar inn af eldhúsinu og eru þar flísar á gólfi, hillur og uppdregnar snúrur. Eldhúsið er fallegt með nýlegu harðparketi á gólfum, nýlegri hvítri Kvikk innréttingu, flísar og ljós á milli skápa, tengt fyrir uppþvottavél, nýleg stáltæki og keramic helluborð og vifta. Góð borðaðstaða við glugga. Eldhúsið er opið yfir í rúmgóða stofuna sem er með nýlegu harðparketi á gólfi, útgangur á sér suður trésólpall með skjólgirðingu og þaðan er gengt í mjög stóran, góðan og gróinn sameigninlegan garð sem einnig afgirtur og með leiktækjum.  
Með fylgir gott sérbílastæði í rúmgóðri og bjartri bílageymslu þar sem eru tveir rampar, annar fyrir innkeyrslu og hinn fyrir útkeyrslu.
Stæðið er númer 16 og er skráð hjá Þjóðskrá Íslands sem nettó 40.6 fm bílskýli í séreign. Það eru tvö rúmgóð sameiginleg þvottastæði í bílageymslunni og þar er einnig sameiginleg dekkjageymsla fyrir íbúana.   
Sameign: Sameign er samkvæmt eignaskiptasamningi, tvær sameiginlegar hjóla og tvær vagnageymslur ásamt tómstunda / fundaherbergi á jarðhæðinni, sömu hæð og íbúðin, og svo er dekkjageymsla í kjallaranum ásamt sérgeymslu fyrir íbúðina fyrir framan sérbílastæðið í kjallaranum, geymslan er með hillum og tengi fyrir frystiskáp / kistu.  
Húsið: Húsið er fallegt steinsteypt hús sem er byggt 1994 og er það á tveimur hæðum og er sérstakt þar sem allar íbúðir hússins eru með sérinngangi og húsið byggt nánast utan um garðinn sem gefur mikið skjól.  
Lóðin: Lóðin er stór og flott, gróin og með leiktækjum ásamt því að vera afgirt og með góðu skjóli þar sem húsið er nánast byggt utan um garðinn. 
Athugið að bankarnir eru með allt upp í 100 % hærri vexti en lífeyrissjóðirnir þannig að ef þið hafið einhvern tímann á starfsævi ykkar greitt í einhvern lífeyrissjóð, sem flestir íslendingar hafa gert, óháð því hvort þið borgið í þann sjóð eða einhvern sjóð í dag, þá eigið þið að öllum líkindum rétt á láni í einhverjum af þeim sjóðum og getið hugsanlega valið um sjóði til að taka lán út frá bestu lánskjörunum. Lífeyrissjóðirnir eru að lána frá 65 % og allt upp í 85 % með skilyrðum. Svo geta þeir sem þurfa meiri lán og hafa átt íbúð áður tekið allt að 85 % lán og þeir sem hafa ekki átt íbúð áður geta tekið allt upp í 90 % lán með því að taka lán frá Framtíðinni lánasjóð á eftir Lífeyrissjóðslánunum. 
Ég aðstoða ykkur auðvitað við að kanna og sækja um þetta ef þið viljið. 
 Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. Margir eru að hugsa um að endurfjármagna úr óhagstæðum bankalánum yfir í hagstæðari lífeyrissjóðslán þessa dagana og hjálpa ég fólki að athuga hvort það borgar sig og þá hvar best er að taka ný lán.
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, endurfjármagna, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.
Bendi ég öllum á að betra er að taka lífeyrissjósðlán en bankalán vegna kaupa á nýju heimili eða vegna endurfjármögnunar.
Allir eiga rétt á láni í öllum þeim lífeyrissjóðum sem þeir hafa borgað í frá því þeir byrjuðu að vinna og svo er að velja þann sjóð sem er með lægstu vextina og eða hæsta lánshlutfallið eftir því sem hentar hverjum og einum. Ef þið þurfið meiri lán en þau 60 til 75 % sem lífeyrissjóðirnir eru að bjóða þá er hægt að taka allt upp í 90 % lán fyrir fyrstu kaupendur með því að taka lán frá Framtíðinni lánasjóð á eftir lífeyrissjóðsláninu. Þeir sem hafa keypt íbúð áður geta fengið upp í 85 % lán á eftir lífeyrissjóðslánunum.
Ég hef undanfarin tíu ár starfað sem stjórnarmaður, formaður og varaformaður í sjálfboðavinnu innan Hagsmunasamtaka heimilanna og hef þar og annars staðar "eftirnafnið" Ekki fjárfestir. 

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag. Sími 822-8183

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.