Melgerði 10, 108 Reykjavík (Austurbær)
Tilboð
Einbýli / Einbýlishús á tveimur hæðum
9 herb.
272 m2
Tilboð
Stofur
4
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1957
Brunabótamat
81.250.000
Fasteignamat
92.750.000

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali kynnir: 

Þetta fallega hús er selt og fengu færri en vildu. Óska ég seljendum og nýjum eigendum til hamingju. 
Melgerði 10 í Smáíbúðahverfinu, hef fengið í einkasölu eitt af þessu fallegu og fjölskylduvænu einbýlishúsum við þessa rólegu götu á einum besta stað í Smáíbúðahverfinu.
Stutt er í skóla og leikskóla og svo er ekki langt, en þó hæfilega langt, í alla þá verslun og þjónustu sem boðið er upp á í Skeifunni, Kringlunni og nágrenni. 
Húsið er skráð 272.3 fm sem skiptist á eftirfarandi hátt, aðalhæð hússins er 126.8 fm og þar af er um 25 fm aukaíbúð, 41.5 fm kjallara, rishæðin er skráð 64.9 fm og bílskúrinn 39.1 fm. 
Á aðalhæðinni er fyrst aðalíbúðin sem skiptist í stóra forstofu, hol og stigahol, þvottahús, eldhús með borðaðstöðu, borðstofu, arinstofu og stóra stofu og sólstofu sem er með útgangi á suður trésólpall og garðinn, á efri hæðinni eru fjögur svefnherbergi og baðherbergi og er útgangur á stórar um 30 fm suðsuðvestur svalir. Svo er sér aukaíbúðin í norðurenda neðri hæðar hússins en hún var öll uppgerð 2018 og er með samliggjandi forstofu og herbergi, sér eldhúsi og sér wc, hún er með sérinngangi en hægt er að opna á milli þessara íbúða ef nýjir eigendur vilja og þurfa. Kjallarinn er með sérinngangi á austurhlið við bílskúrinn en hann er í dag notaður sem geymsla en bíður upp á möguleika sem séríbúð eða til að stækka aðalíbúðina en sennilega er kjallarinn stærri en hann er skráður. Bílskúrinn er sambyggður húsinu og innangengt er í hann í gegnum þvottahúsið sem er einnig með útgönguhurð í garðinn. 
Lóðin er 462 fm, gróin og falleg með suður trésólpalli, trjám, grasi og runnum bakatil og hellulögn að framanverðu við bílskúrinn, bílaplanið og aðkomuna að húsinu. Núverandi eigandi keypti húsið 2014 og lausleg framkvæmdasaga frá þeim tíma er að 2015 var skipt um parket og hurðar á efri hæðinni og hæðin opnuð að hluta til að fá meiri birtu þar frá þakgluggum og panillinn í loftinu málaður hvítur. Þá var einnig þvottahúsið gert upp, flísalagt og sett ný innrétting. 2016 var eldúsið endurnýjað, teknir niður veggir til að opna og fá meiri birtu, sett ný og falleg sérsmíðuð Hnotu innrétting með marmaraborðplötum og SIEMENS eldhústækjum, nýjar flísar settar á gólfið. Þá var einnig settur nýr, stór og fallegur sérsmíðaður Hnotu skápur og nýjar flísar á gólfið í forstofuna ásamt nýjum flísum á gólfið í arinstofuna. 2017 var húsið málað að utan og garðurinn tekinn í gegn og hellulagt að framanverðu. Lagt var fyrir hitalögn undir hellunum en ekki er búið að tengja hitann. Settir nýjir rafmagns rofar og tenglar. 2018 var aukaíbúðin gerð upp, loftin tekin niður og sett falleg lýsing og sett þar nýtt eldhús og parket ásamt því að baðherbergið þar var gert upp og sett nýtt wc, nýr vaskur, nýr sturtuklefi og blöndunartæki. 
Húsið er skráð byggt 1957 og virðist sem þá hafi húsið verið skráð 80 fm og ekki hafi mátt vera byggt stærra hús á lóðinni á þeim tíma og sem dæmi þá var minnsta herbergið 4.7 fm, á fyrstu teikningunum sem eru frá 1952 og 1953 þá er húsið bara ein hæð með kjallaranum undir og geymslurisi yfir. Samkvæmt teikningum frá 1956 og 1959 sem sennilega eru þær teikningar sem húsið var byggt eftir, þá hafi húsið verið með lágu risi með þremur til fjórum litlum herbergjum og geymslu þar uppi og á neðri hæðinni hafi verið forstofa, þrjú herbergi, baðherbergi, eldhús, borðstofa og stofa. Samkvæmt teikningum frá 1978 er samþykkt að lyfta þakinu og hækka og stækka risið, breyta innganginum og stækka húsið í nokkurn veginn þá stærð sem það er í dag og á þeirri teikningu er 34 fm bílskúr við húsið innarlega á lóðina. Nýjustu teikningar af húsinu er frá 1988 og þá er kominn nýr núverandi 39,1 fm bílskúr við húsið nær götunni en eldri bílskúrinn er á gömlu teikningunni og er hann sagður byggður 1993, búið er að stækka húsið um c.a. 28 fm með sólstofunni til suðurs sem er með c.a. 30 fm suðsuðvestur svölum þar ofan á og einhverjir fermetrar í viðbót bættust við með því að tengja á milli húss og bílskúrs eins og eignin er í dag og það skráð áðurnefndir 272.3 fm. Þetta fallega hús er sennilega eitt af þeim húsum í hverfinu sem hefur verið mest breytt frá upphafi og húsið er því örugglega orðið eitt af stærstu húsunum í hverfinu. 
Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. Margir eru að hugsa um að endurfjármagna úr óhagstæðum bankalánum yfir í hagstæðari lífeyrissjóðslán þessa dagana og hjálpa ég fólki að athuga hvort það borgar sig og þá hvar best er að taka ný lán.
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, endurfjármagna, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.
Bendi ég öllum á að betra er að taka lífeyrissjósðlán en bankalán vegna kaupa á nýju heimili eða vegna endurfjármögnunar.
Allir eiga rétt á láni í nánast öllum þeim lífeyrissjóðum sem þeir hafa borgað í frá því þeir byrjuðu að vinna og svo er að velja þann sjóð sem er með lægstu vextina og eða hæsta lánshlutfallið eftir því sem hentar hverjum og einum. Ef þið þurfið meiri lán en þau 60 til 75 % sem lífeyrissjóðirnir eru að bjóða þá er hægt að taka allt upp í 90 % lán fyrir fyrstu kaupendur með því að taka lán frá Framtíðinni lánasjóð á eftir lífeyrissjóðsláninu. Þeir sem hafa keypt íbúð áður geta fengið upp í 85 % lán á eftir lífeyrissjóðslánunum.
Ég hef undanfarin tíu ár starfað sem stjórnarmaður, formaður og varaformaður í sjálfboðavinnu innan Hagsmunasamtaka heimilanna og hef þar og annars staðar "eftirnafnið" Ekki fjárfestir. 

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag. Sími 822-8183

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.