Akurgerði 34, 108 Reykjavík (Austurbær)
Tilboð
Parhús / Parhús á tveimur hæðum
5 herb.
110 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1953
Brunabótamat
32.650.000
Fasteignamat
54.350.000

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali kynnir: 

Þetta fallega hús er selt og fengu færri en vildu. Óska ég seljendum og nýjum eigendum til hamingju. 
Akurgerði 34, 108 Reykjavík. Hef fengið í einkasölu eitt af þessu fallegu og fjölskylduvænu steinsteyptu parhúsum sem stendur við þessa litlu og fallegu götu í Smáíbúðahverfinu. Húsið er skráð 110.6 fm og er á tveimur hæðum og er ótrúlega vel nýtt, það hefur verið mikið endurnýjað undanfarin ár og er með stórum fallegum 413 fm suðurgarði sem er með um 30 fm suður sólpalli og skjólgirðingu. Einnig er á lóðinni um 15 fm óskráður en einangraður vinnu / geymslu / herbergisskúr með gluggum og parketi. Grundagerðisgarður sem er falin perla í hverfinu er í um mínútu göngu frá húsinu. Stutt er í skóla og leikskóla og svo er ekki langt, en þó hæfilega langt, í alla þá verslun og þjónustu sem boðið er upp á í Skeifunni, Kringlunni og nágrenni. 
Ekki verður opið hús þar sem um og yfir 100 manns komu í seinasta opið hús hjá mér í hverfinu þannig að ef þið hafið áhuga á að skoða þetta fallega hús þá endilega sendið mér ósk þar um á [email protected] og við finnum tíma sem hentar.  

Húsið var byggt 1953 og er steinað að utan eins og mörg af þessum fallegu húsum í hverfinu. Í húsinu eru í dag á neðri hæðinni forstofa, þvottahús og geymsla, gesta wc, hol, eldhús, borðstofa og stofa. Á efri hæðinni eru þrjú svefnherbergi ásamt góðu baðherbergi. Húsinu hefur verið breytt nokkuð á smekklegan hátt frá upprunalegum teikningum og var meðal annars opnað frá eldhúsi inn í borðstofu ásamt því að baðherbergi efri hæðar var endurnýjað og stækkað með því að sameina baðherbergi og geymslu. 
Nánari lýsing: Neðri hæð: Komið er inn í forstofu með náttúruflísum og inn af því er rúmgott þvottahús og geymsla með glugga. Hol og stigagangur með náttúruflísum. Gestasnyrting með náttúruflísum á gólfi, upphengt salerni, innaf því er lítil geymsla undir stiga. Eldhúsið er með náttúruflísum á gólfi, með fallegri eikarinnréttingu og ofn í vinnuhæð. Opið inn í borðstofu með náttúruflísum á gólfi. Stofan er björt með náttúruflísum á gólfi og útgengi á suður sólpallinn og garðinn.
Efri hæð: Frá holinu er gengið er upp steyptan stiga á efri hæðina: Þar er fyrst hol með loftglugga þar yfir. Þrjú svefnherbergi eru á þessari hæði. Tvö rúmgóð barnaherbergi og stórt hjónaherbergi með útgengi á svalir í suður. Öll herbergin eru með parketi og góðum fataskápum. Baðherbergið er með „walk in“ sturtu og baðkari. Fallegt útsýni er til norðurs yfir Esjuna frá baðherberginu.
Að sögn eigenda er búið að endurnýja raflagnir, vatnslagnir og skólp ásamt því að gler í húsinu hefur verið endurnýjað að hluta.
Útiskúrinn er um 15 fm og er einangraður og með glugga og parketi á gólfi.Það á eftir að klæða hann bæði að innan og utan en þakjárn er komið á þakið. 
Lóðin er falleg 413 fm suðurlóð með grasi, trjám og runnum ásamt um 30 fm suður sólpalli með skjólgirðingu.
Rúmgott malbikað bílaplan er fyrir framan húsið.
Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. Margir eru að hugsa um að endurfjármagna úr óhagstæðum bankalánum yfir í hagstæðari lífeyrissjóðslán þessa dagana og hjálpa ég fólki að athuga hvort það borgar sig og þá hvar best er að taka ný lán.
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, endurfjármagna, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.
Bendi ég öllum á að betra er að taka lífeyrissjósðlán en bankalán vegna kaupa á nýju heimili eða vegna endurfjármögnunar.
Allir eiga rétt á láni í nánast öllum þeim lífeyrissjóðum sem þeir hafa borgað í frá því þeir byrjuðu að vinna og svo er að velja þann sjóð sem er með lægstu vextina og eða hæsta lánshlutfallið eftir því sem hentar hverjum og einum. Ef þið þurfið meiri lán en þau 60 til 75 % sem lífeyrissjóðirnir eru að bjóða þá er hægt að taka allt upp í 90 % lán fyrir fyrstu kaupendur með því að taka lán frá Framtíðinni lánasjóð á eftir lífeyrissjóðsláninu. Þeir sem hafa keypt íbúð áður geta fengið upp í 85 % lán á eftir lífeyrissjóðslánunum.
Ég hef undanfarin tíu ár starfað sem stjórnarmaður, formaður og varaformaður í sjálfboðavinnu innan Hagsmunasamtaka heimilanna og hef þar og annars staðar "eftirnafnið" Ekki fjárfestir. 

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag. Sími 822-8183

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.