Eskihlíð 5, 105 Reykjavík (Austurbær)
Tilboð
Hæð / Hæð í þríbýlishúsi
8 herb.
169 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1948
Brunabótamat
51.300.000
Fasteignamat
65.850.000

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali kynnir: 

Þessi fallega og mikla eign er seld og fengu færri en vildu.
Tvær 4ra herbergja íbúðir. Hef fengið í einkasölu að Eskihlíð 5 á besta stað í Hlíðunum, 169.1 fm eign sem skiptist í einstaklega fallega og bjarta 4ra herbergja 116.6 fm efri sérhæð og 4ra herbergja sér rishæð þar fyrir ofan sem er skráð 52.5 fm en er mun stærri þar sem hún er í risi hússins. Eignin er í þriggja íbúða mjög fallegu og svipmiklu nýlega endursteinuðu þríbýlishúsi á frábærum stað í þessari rólegu og lokuðu götu. Hægt er að nota íbúðirnar saman sem fjölskyldueiningu og svo er auðvitað hægt að leigja út aðra íbúðina ef það hentar nýjum eignendum.

Eignin telst samkvæmt eignaskiptasamningi vera 50 % af húsi og lóð að Eskihlíð 5 og með henni fylgir eini bílskúrsréttur hússins og er á samþykktum teikningum frá 1977 teiknaður 35 fm bílskúr á lóðinn en auðvitað þarf að sækja um upp á nýtt ef byggja á bílskúrinn. Sérinngangur, sérhiti og sérrafmagn. Sameiginlegur mjög fallegur og stór garður með grasflöt, runnum og trjám. Íbúðin getur verið laus til afhendingar mjög fljótlega. Hægt er að fá að skoða íbúðina flesta daga, ef þú hefur áhuga á að skoða þessa fallegu eign þá má senda póst á [email protected] eða sms á 8228183 og skipulagður er tími sem hentar. Eignin og húsið virðist hafa fengið mjög gott viðhald í gegnum tíðina eins og eignin ber með sér. 2015 var húsið endursteinað að utan. Þakjárn og þakgluggar bera með sér að hafa verið endurnýjað fyrir ekki svo löngu og haldið er að það hafi verið gert rétt eftir 2000. Rafmagnstafla hússins er einnig endurnýjuð. 2009 var sett nýtt eikarparket á alla aðalíbúðina. 2011 var skipt um skólplagnir og drenlagnir í kringum húsið. Þá var 2012 til 2014 gerðar miklar endurbætur á aðalíbúðinni og meðal annars voru vatns og raflagnir endurnýjaðar í baðherbergi og eldhúsinu og baðherbergið var algjörlega endurnýjað og eldhúsið fært við hlið stofunnar þar sem borðstofan var áður sem gefur íbúðinni miklu fallegri yfirbragð og bætir nýtingu hennar. Risíbúðin var svo tekin mikið í gegn 2018 og meðal annars var baðherbergið endurnýjað og sett sturta og eldhúsið endurnýjað með nýrri innréttingu og vatnslagnir settar nýjar á sama tíma.   
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á eftirsóttum og rólegum stað þaðan sem stutt er í leikskóla, skóla og framhaldsskóla, heilsugæslu, sjúkrahús, Sundhöllina og hæfilega langt er í miðborgina. 
NÁNARI LÝSING: Sérinngangur er inn í eignina um hurðina vinstra megin uppi á pallinum á vesturhlið hússins og er þar fyrst komið inn í rúmgóðan, bjartan og svipmikinn stigagang og þar upp stigann. 
Eignin skiptist á eftirfarandi hátt: Stærri sérhæðin er 4ra herbergja íbúð og skiptist í ytri forstofu á stigapallinum og þar er skápur undir stiganum upp í risíbúðina. Rúmgóð ynnri forstofa, hol og gangur er þar fyrir innan og er eikarparket á gólfi og mikið skápapláss í tveimur skápum. Þrjú góð svefnherbergi með eikarparketi. Endurnýjað og fallegt baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, upphengt wc, baðkar með sturtutækjum. Stórt, bjart og fallegt eldhús með eikarparketi, endurnýjað 2014, opið yfir í stofu með fallegri tvöfaldri franskri hurð. Mjög stór og falleg stofa með eikarparketi, fallegur bogagluggi og útgangur á suður svalir.  Íbúðin í risinu er einnig 4ra herbergja og er gengið upp í hana um góðan stiga frá rúmgóðum stigagangi eignarinnar. Fyrst er komið inn á gang og hol íbúðarinnar sem er með parketi á gólfi. Herbergin eru þrjú og er hjónaherbergið mjög stórt og með parketi. Annað herbergið er nokkru minna og líka með parketi. Þriðja herbergið er svo frekar lítið. Stórt herbergi, fjórða herbergið, er á hæðinni sem hefur verið notað sem geymsla en auðvelt er að gera þar mjög stórt herbergi og jafnvel að setja fallegar svalir. Baðherbergið er allt nýtt og með nýjum vatnslögnum frá 2018 og er með flísum á gólfi og flísalagðri sturtu með hengi. Eldhúsið er með parketi og er einnig nýtt frá 2018 með nýrri innréttingu og vatnslögnum frá sama tíma. Stofan er opin yfir í eldhúsið og er parket á gólfi.      
Sameign: Frá neðri stigapallinum er innangengt í sameign hússins en þar sem eru þvottahús og þurrkherbergi hússins. Sérgeymsla fyrir þessa íbúð er undir stiganum í sameigninni. Nýlega var skipt um glugga og gler í sameign hússins. Hús: Húsið er sérlega fallegt og svipmikið þríbýlishús sem hefur verið endursteinað að utan og virðist hafa fengið gott viðhald í gegnum tíðina og stendur á frábærum stað í þessari fallegu og rólegu lokuðu götu. Lóð: Lóðin er 533.6 fm. Stór og fallegur, skjól- og gróðursæll garður er við húsið. Hlíðahverfið og svæðið þarna í kring er eitt grónasta og skemmtilegasta íbúðahverfi höfuðborgarsvæðisins og er hæfilega stutt og hæfilega langt frá miðbænum að margra mati. 

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru m.a. fengnar með sjónskoðun fasteignasala eignarinnar, sóttar í opinberar skrár, samkvæmt upplýsingum frá eiganda eignarinnar og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi skal veita fasteignasala og tilboðsgjöfum upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, t.d. vatns og raflagnir, dren, skólp og þak. Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. VB Eignir fasteignasala bendir væntanlegum tilboðsgjöfum á að kynna sér vel ástand eigna með  skoðun á eigninni fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þeir telji þörf á því. 


Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. Margir eru að hugsa um að endurfjármagna úr óhagstæðum bankalánum yfir í hagstæðari lífeyrissjóðslán þessa dagana og hjálpa ég fólki að athuga hvort það borgar sig og þá hvar best er að taka ný lán.
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, endurfjármagna, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.
Bendi ég öllum á að betra er að taka lífeyrissjósðlán en bankalán vegna kaupa á nýju heimili eða vegna endurfjármögnunar.
Allir eiga rétt á láni í nánast öllum þeim lífeyrissjóðum sem þeir hafa borgað í frá því þeir byrjuðu að vinna og svo er að velja þann sjóð sem er með lægstu vextina og eða hæsta lánshlutfallið eftir því sem hentar hverjum og einum. Ef þið þurfið meiri lán en þau 60 til 75 % sem lífeyrissjóðirnir eru að bjóða þá er hægt að taka allt upp í 90 % lán fyrir fyrstu kaupendur með því að taka lán frá Framtíðinni lánasjóð á eftir lífeyrissjóðsláninu. Þeir sem hafa keypt íbúð áður geta fengið upp í 85 % lán á eftir lífeyrissjóðslánunum.
Ég hef undanfarin tíu ár starfað sem stjórnarmaður, formaður og varaformaður í sjálfboðavinnu innan Hagsmunasamtaka heimilanna og hef þar og annars staðar "eftirnafnið" Ekki fjárfestir. 

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag. Sími 822-8183

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.