Selvogsgrunn 7, 104 Reykjavík (Vogar)
Tilboð
Hæð / Hæð í þríbýlishúsi
2 herb.
62 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1958
Brunabótamat
20.250.000
Fasteignamat
30.650.000

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali kynnir: 

Íbúðin er seld og fengu hana færri en vildu. Selvogsgrunn 7. Reykjavík. Hef fengið í einkasölu bjarta og mjög rúmgóða 2ja herbergja 62 fm sérhæð á neðstu hæð í þríbýlishúsi við þessa fallegu götu sem er í mjög rólegu og þægilegu hverfi í Laugardalnum. Þar sem íbúðin er frekar stór og rúmgóð er mögulegt að gera annað svefnherbergi með því að minnka stofuna. Stutt í alla helstu þjónustu og stofnleiðir. Sér inngangur er í íbúðina, sérhiti og sérrafmagn.
Íbúðin getur verið laus við kaupsamning. Flott fyrstu kaup eða sem aukaíbúð til að leigja út. Fyrstu kaupendur geta fengið allt að 90 % lán og aðrir 85 %. Falleg gata og vinsæl staðsetning.
Íbúðin skiptist á eftirfarandi hátt.
 Forstofa um sérinngang, hol, svefnherbergi, baðherbergi, eldhús sem er opið yfir í rúmgóða stofu. Frá íbúðinni er innangengt í sameiginlegt þvottaherbergi á hæðinni.
Nánari lýsing: Sérinngangur: 
Forstofa með ljósum flísum á gólfi.
Hol er rúmgott og tengir saman íbúðina, parket á gólfi og forstofuskápur.
Baðherbergi með flísum á gólfi og viður á veggjum, gott skápapláss, vaskur í borði, flísalögð rúmgóð sturta, gluggi.
Svefnherbergi með parketi á gólfi. 
Eldhúsið er bjart og parketlagt, viðar innrétting, borðaðstaða við glugga. 
Stofan er rúmgóð og björt og er með parketi á gólfi.  
Loft íbúðarinnar eru viðarklædd ásamt því að veggir baðherbergis eru einnig viðarklæddir en það mundi létta yfirbragð íbúðarinnar til muna að mála viðinn matthvítan. 
Þar sem íbúðin er óvenju stór og rúmgóð 2ja herbergja íbúð væri hugsanlega mögulegt að gera annað svefnherbergi með því að minnka stofuna.
Einnig væri athugandi fyrir nýjan eiganda að athuga hvort hægt væri að fá leyfi hinna eigenda til að setja hurð út í garðinn frá eldhúsinu eða stofunni.

Sameign: Sameignin er á sömu hæð og er þar sameiginlegt þvottahús, þurrkaðstaða og hitakompa og gangur ásamt sameiginlegri geymslu við inngang íbúðarinnar samkvæmt eignaskiptasamningi hússins, einnig er á hæðinni sérgeymsla þessarar íbúðar. 
Hús: Þríbýlishús með einni íbúð á hverri hæð. Þess má til gamans geta að Hannes Kr. Davíðsson teiknaði húsið en hann teiknaði líka Morgunblaðshöllina gömlu við Ingólfstorg sem er fallegt hótel í dag og var þetta hús því kallað af gárungunum Lesbókin á sínum tíma. 
Lóð: Gróin og sólrík 592 fm lóð með grasi og trjám.
Árið 2010 var að sögn eiganda drenið lagað á suðurhlið hússins og skolplagnir fóðraðar ásamt því að íbúðin var öll parketlögð það ár.
Árið 2020 var steyptur garðveggur á lóðarmörkum endurgerður og steypt stétt fyrir framan húsið var sömuleiðis löguð.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru m.a. fengnar með sjónskoðun fasteignasala eignarinnar, sóttar í opinberar skrár, samkvæmt upplýsingum frá eiganda eignarinnar og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi skal veita fasteignasala og tilboðsgjöfum upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, t.d. vatns og raflagnir, dren, skólp og þak. Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. VB Eignir fasteignasala bendir væntanlegum tilboðsgjöfum á að kynna sér vel ástand eigna með  skoðun á eigninni fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þeir telji þörf á því. 


Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. Margir eru að hugsa um að endurfjármagna úr óhagstæðum bankalánum yfir í hagstæðari lífeyrissjóðslán þessa dagana og hjálpa ég fólki að athuga hvort það borgar sig og þá hvar best er að taka ný lán.
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, endurfjármagna, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.
Bendi ég öllum á að betra er að taka lífeyrissjósðlán en bankalán vegna kaupa á nýju heimili eða vegna endurfjármögnunar.
Allir eiga rétt á láni í nánast öllum þeim lífeyrissjóðum sem þeir hafa borgað í frá því þeir byrjuðu að vinna og svo er að velja þann sjóð sem er með lægstu vextina og eða hæsta lánshlutfallið eftir því sem hentar hverjum og einum. Ef þið þurfið meiri lán en þau 60 til 75 % sem lífeyrissjóðirnir eru að bjóða þá er hægt að taka allt upp í 90 % lán fyrir fyrstu kaupendur með því að taka lán frá Framtíðinni lánasjóð á eftir lífeyrissjóðsláninu. Þeir sem hafa keypt íbúð áður geta fengið upp í 85 % lán á eftir lífeyrissjóðslánunum.
Ég hef undanfarin tíu ár starfað sem stjórnarmaður, formaður og varaformaður í sjálfboðavinnu innan Hagsmunasamtaka heimilanna og hef þar og annars staðar "eftirnafnið" Ekki fjárfestir. 

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag. Sími 822-8183

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.