Vesturberg 173, 111 Reykjavík (Efra Breiðholt)
Tilboð
Einbýli / Einbýlishús með aukaíbúð
10 herb.
219 m2
Tilboð
Stofur
4
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1973
Brunabótamat
69.620.000
Fasteignamat
66.600.000

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali kynnir: 

Þetta fallega hús er selt og fengu færri en vildu, óska ég nýjum eigendum og seljendum til hamingju. 
Vesturberg 173. Hef fengið í einkasölu rúmgott og vel skipulagt 219.3 fm einbýlishús á tveimur hæðum að hluta og með möguleika á aukaíbúð ásamt sérstæðum bílskúr. Húsið er laust við kaupsamning. Húsið er 190.4 fm og bílskúrinn 28.9 fm, samtals 219.3 fm. Húsið er nánast allt á einni hæð en stór, björt og falleg stofa með frábæru útsýni yfir borgina og Faxaflóann er á efri hæð og er opið niður í stórt holið og eldhúsið frá stofunni.
 Frábær staðsetning í rólegri botnlangagötu á flottum útsýnisstað. Stutt er í skóla, leikskóla, íþróttamiðstöð, sundlaug, verslanir í Mjódd og göngu og hjólastíga í Elliðaárdal. Hluti að íbúðarrýminu hefur verið notað sem 3ja herbergja aukaíbúð með sérinngangi undanfarin ár en auðvelt er að nota það aftur sem hluta af aðalíbúðinni ef það hentar nýjum eigendum betur. Húsið ber með sér að hafa verið haldið vel við undanfarin ár og er til dæmis búið að skipta um gler að hluta og þakið var málað sumarið 2019. 
Húsið skiptist á eftirfarandi hátt samkvæmt teikningu: Forstofa, rúmgott hol og stigahol, eldhús og björt borðstofa, svefnherbergisgangur, þvottahús, geymsla, 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi, hobbýherbergi, sjónvarpsstofa, stofa og sólstofa ásamt sérstæðum bílskúr. 
Í dag er húsið notað á eftirfarandi hátt: Aðalíbúðin: 
Forstofa nokkuð rúmgóð með parketi á gólfi, skápur, hilla, spegill og hengi. 
Herbergi með parketi og skáp.
Herbergi / arinstofa með parketi og flísum á gólfi. Bæði þessi herbergi eru í rými sem er á teikningu merkt hobbýrými.
Þvottahús með flísum á gólfi, vaskur og borð, útgönguhurð.
Gesta wc með flísum a gólfi.
Svefnherbergisgangur með parketi.
Aðalbaðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, upphengt wc, viðarinnrétting með vask í borði, handklæðaofn, stór sérstæður sturtuklefi, þakgluggi.
Herbergi með parketi og skáp.
Eldhús með flísum á gólfi, falleg viðar og ljósgul innrétting með flísum milli skápa, ofn í vinnuhæð, eyja með skápum yfir, borðaðstaða við glugga, þakgluggi.
Stórt og bjart hol, stigahol og borðstofa með flísum og parketi á gólfum, hátt til lofts og opið að hluta upp í stofurýmið.
Frá holinu er farið upp fallegan stiga upp í stóra og bjarta um 34 fm stofu með parketi á gólfi, frábært útsýni.
Frá holinu er einnig útgangur í góða um 13 fm sólstofu með flísum á gólfi og þaðan út á hellulagða og mjög skjólgóða verönd og fallegan garðinn.
Aukaíbúðin: Svefnherbergisganginum var lokað eftir það sem talið er upp hér að framan og það sem talið er upp hér fyrir aftan er 3ja herbergja aukaíbúðin.
Auðvelt að opna aftur og raunar búið að opna á milli en eftir að ganga frá því endanlega á hvorn veginn sem nýjir eigendur vilja nota þetta rými.
Hol og eldhús með parketi á gólfi. Er á teikningu herbergi og hluti af sjónvarpsstofu.
Baðherbergi og þvottahús með hvítri innréttingu og vask í borði, sturtuklefi og aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.  
Barnaherbergi með parketi á gólfi, skápur.
Gott hjónaherbergi með parketi á gólfi, útgönguhurð í garðinn.
Bílskúrinn er 28.9 fm og er sérbyggður í bílskúrslengu botnlangans og er með vask í borði, vatni og hita. 

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru m.a. fengnar með sjónskoðun fasteignasala eignarinnar, sóttar í opinberar skrár, samkvæmt upplýsingum frá eiganda eignarinnar og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi skal veita fasteignasala og tilboðsgjöfum upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, t.d. vatns og raflagnir, dren, skólp og þak. Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. VB Eignir fasteignasala bendir væntanlegum tilboðsgjöfum á að kynna sér vel ástand eigna með  skoðun á eigninni fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þeir telji þörf á því. 


Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. Margir eru að hugsa um að endurfjármagna úr óhagstæðum bankalánum yfir í hagstæðari lífeyrissjóðslán þessa dagana og hjálpa ég fólki að athuga hvort það borgar sig og þá hvar best er að taka ný lán.
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, endurfjármagna, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.
Bendi ég öllum á að betra er að taka lífeyrissjósðlán en bankalán vegna kaupa á nýju heimili eða vegna endurfjármögnunar.
Allir eiga rétt á láni í nánast öllum þeim lífeyrissjóðum sem þeir hafa borgað í frá því þeir byrjuðu að vinna og svo er að velja þann sjóð sem er með lægstu vextina og eða hæsta lánshlutfallið eftir því sem hentar hverjum og einum. Ef þið þurfið meiri lán en þau 60 til 75 % sem lífeyrissjóðirnir eru að bjóða þá er hægt að taka allt upp í 90 % lán fyrir fyrstu kaupendur með því að taka lán frá Framtíðinni lánasjóð á eftir lífeyrissjóðsláninu. Þeir sem hafa keypt íbúð áður geta fengið upp í 85 % lán á eftir lífeyrissjóðslánunum.
Ég hef undanfarin tíu ár starfað sem stjórnarmaður, formaður og varaformaður í sjálfboðavinnu innan Hagsmunasamtaka heimilanna og hef þar og annars staðar "eftirnafnið" Ekki fjárfestir. 

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag. Sími 822-8183

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.