Digranesheiði 25, 200 Kópavogur
Tilboð
Einbýli / Einbýlishús með aukaíbúð
6 herb.
167 m2
Tilboð
Stofur
3
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1957
Brunabótamat
53.460.000
Fasteignamat
68.300.000

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali kynnir: 

Húsið er selt og óska ég nýjum eigendum til hamingju. Þegar eign er skráð seld þá kemur að verðið hafi verið "tilboð" sem er ekki rétt en húsið fór nálægt uppsettu verði sem getur bæði verið undir og yfir því. Gangi ykkur vel að finna hemili.
Digranesheiði 25 á besta stað í Kópavogi. Hef fengið í einkasölu sjarmerandi eldra einbýlishús með aukaíbúð og bílskúr á stórri og flottri hornlóð með frábæru útsýni. 

Eignin er skráð samtals 167,6 fm og þar af er húsið sjálft skráð 131.6 fm sem skiptist í kjallara og aðalhæð og óskráð ris. Húsið er með mikla möguleika og stendur á stórri og gróinni 754 fm hornlóð á frábærum útsýnisstað efst á Digranesheiðinni og er meira að segja útsýni í norður af rishæðinni. Lóðin er mjög stór og gróin með grasi, runnum, rifsberjum, rabbabara og stórum trjám. Húsið er laust til afhendingar mjög fljótlega og jafnvel við kaupsamning. 
Aðalíbúðin skiptist á eftirfarandi hátt: Forstofa, hol og gangur, tvö svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, borðstofu og stofu.
Í kjallaranum er 3ja herbergja aukaíbúð með allt sér sem skiptist í forstofu, gang, tvö herbergi, baðherbergi, eldhús og stofu. Stigi er á milli hæðanna.  
Í kjallaranum er til viðbótar meira rými sem búið er að grafa út en er óskráð og ófrágengið og mætti nýta það sem sér aukaíbúð, með efri íbúðinni eða með hinni íbúðinni í kjallaranum.
Risið er óskráð en er einn geymur með allt að 2,4 metra lofthæð, gluggum á báðum göflum og steypta plötu, stiginn upp er frá holinu á miðhæðinni.
Bílskúrinn er skráður 36 fm og er sérstæður og hefur verið notaður sem þvottahús og geymsla, bílskúrshurðin er sennilega ónýt. 


Þó að auðvelt sé að búa í húsinu eins og það er og ekkert að því að nota það eins og það er í dag þá eru líka möguleikarnir miklir í þessu húsi og raunar á lóðinni líka ef vilji er fyrir því.
Hægt væri að nýta rishæðina að fullu og þá væri flott að setja þar tvo eða fleiri kvisti og með því mætti ná útsýni allan hringinn og meira að segja á Esjuna þar sem húsið er efst á Digraneshæðinni. Með nýjum kvistum mætti stækka neðri hæðina líka og setja forstofu undir einn nýja kvistinn og jafnvel setja nýjan stiga þar upp í rishæðina. Húsið er steypt og klætt að utan og lofta og gólfplöturnar eru steyptar.


Seljandi hafði látið sig dreyma um að setja tvo til þrjá nýja kvisti á þakið og nýjan stiga þangað upp þannig að sú hæð nýttist að fullu og klæða svo húsið að utan með fallegu lituðu bárujárni eða áli.   Athugið að lofthæðin er miklu meiri í risinu en teikningarnar sýna, sjá myndir og teikningar, og er sennilega um 2.4 metrar upp í mæni þar sem hæst er.
Húsið er skráð steypt og er klætt að utan og er sú klæðning sennilega lituð álklæðning.
Þetta er hús sem er byggt 1957 og virðist vera í ágætu ástandi miðað við aldur en skoða þarf eitthvað gluggana í kjallaranum og annað með tilliti til aldurs hússins.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru m.a. fengnar með sjónskoðun fasteignasala eignarinnar, sóttar í opinberar skrár, samkvæmt upplýsingum frá eiganda eignarinnar og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi skal veita fasteignasala og tilboðsgjöfum upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, t.d. vatns og raflagnir, dren, skólp og þak. Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. VB Eignir fasteignasala bendir væntanlegum tilboðsgjöfum á að kynna sér vel ástand eigna með  skoðun á eigninni fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þeir telji þörf á því. 


Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. Margir eru að hugsa um að endurfjármagna úr óhagstæðum bankalánum yfir í hagstæðari lífeyrissjóðslán þessa dagana og hjálpa ég fólki að athuga hvort það borgar sig og þá hvar best er að taka ný lán.
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, endurfjármagna, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.
Bendi ég öllum á að betra er að taka lífeyrissjósðlán en bankalán vegna kaupa á nýju heimili eða vegna endurfjármögnunar.
Allir eiga rétt á láni í nánast öllum þeim lífeyrissjóðum sem þeir hafa borgað í frá því þeir byrjuðu að vinna og svo er að velja þann sjóð sem er með lægstu vextina og eða hæsta lánshlutfallið eftir því sem hentar hverjum og einum. Ef þið þurfið meiri lán en þau 60 til 75 % sem lífeyrissjóðirnir eru að bjóða þá er hægt að taka allt upp í 90 % lán fyrir fyrstu kaupendur með því að taka lán frá Framtíðinni lánasjóð á eftir lífeyrissjóðsláninu. Þeir sem hafa keypt íbúð áður geta fengið upp í 85 % lán á eftir lífeyrissjóðslánunum.
Ég hef undanfarin tíu ár starfað sem stjórnarmaður, formaður og varaformaður í sjálfboðavinnu innan Hagsmunasamtaka heimilanna og hef þar og annars staðar "eftirnafnið" Ekki fjárfestir. 

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag. Sími 822-8183

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.