Hvassaleiti 10, 103 Reykjavík (Kringlan/Hvassal)
Tilboð
Fjölbýli / Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
3 herb.
84 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1960
Brunabótamat
27.650.000
Fasteignamat
39.150.000

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali kynnir: 

Íbúðin er seld og þá kemur að verðið hafi verið "tilboð" sem er ekki rétt en hún fór nálægt uppsettu verði sem getur bæði verið undir og yfir því. 
Gangi ykkur vel að finna hemili.
Hvassaleiti 10. 103 Reykjavík. Hef fengið í einkasölu rúmgóð og bjarta 84.3 fm 3ja til 4ra herbergja íbúð á fyrstu hæð með vestur svölum. Sameiginlegur inngangur í góðum 4ra hæða og 10 íbúða stigagangi þar sem heildarhúsið hefur verið mikið endurnýjað og hefur m.a. verið einangrað og fallega álklætt að utan á þremur hliðum áveðurs og lítur húsið vel og snyrtilega út. Gengið er upp hálfan stiga að íbúðinni. Íbúðin er laus til afhendingar við kaupsamning. 

Mögulegt er að færa eldhúsið inn í stóra herbergið/sjónvarpsstofuna á vegginn sem snýr að baðherberginu og þá væri flott að opna yfir í stofuna við hliðina, þá kæmi svefnherbergi þar sem eldhúsið er. Sumir hafa breytt stóra herberginu/sjónvarpsstofunni í tvö herbergi þar sem það eru tveir gluggar á því rými. Hvor leiðin sem farin væri mundi bæta nýtingu og verðmæti eignarinnar.
Flott staðsetning miðsvæðis í höfuðborginni, stutt í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, líkamsrækt, Borgarleikhúsið og Kringluna með öllu því sem hún hefur upp á að bjóða. 
Eignin skiptist á eftirfarandi hátt: Sameiginlegur inngangur og er bara gengið upp hálfan stiga að íbúðinni sem er á vinstri hönd þegar komið er upp stigann frá andyrinu.
Íbúðin: 
Rúmgóð forstofa og hol með flotuðu gólfi. Fataskápur eða geymsla við forstofu. Baðherbergið er með flotuðu gólfi, baðkar með sturtulokun, flísar á veggnum við baðkarið, tengi fyrir þvottavél, hillur og hvítir skápar. Stórt herbergi með harðparketi á gólfi, gamlir skápar með miklu plássi. Mjög stórt herbergi/sjónvarpsstofa með harðparketi á gólfi, rúllugardínur. Hægt að útbúa tvö herbergi eða færa eldhúsið hingað og jafnvel opna yfir í stofuna þar sem léttur veggur er þar á milli. Eldhúsið er rúmgott og með flotuðu gólfi, eldri viðarinnrétting. Stofan og borðstofan er mjög stór og með harðparketi á gólfi, útgengt á vestur svalir. 
Sameign: Sérgeymsla íbúðar ásamt sameiginlegu þvotta- og þurrkherbergi og hjóla og vagnageymslu í kjallara. Lóð: Stór og góð lóð með leiktækjum. Hús: Sjá það sem búið er að gera í húsinu frá 2003 samkvæmt upplýsingum frá seljanda, en þó með  fyrirvara þar sem eigandi hefur ekki búið í íbúðinni í nokkur ár. 2019. Þak viðgert og málað á bílskúrum. Lofttúður á húsþakinu lagaðar. Stigahús málað og sett ný teppi á stigana. Útihurð slípuð og borin á hana viðarvörn. Handrið sett við útitröppur. 2017. Þakrenna á austurhlið hússins endurnýjuð og niðurföll löguð. 2016. Viðgerð og fóðrun á frárennslislögnum undir kjallara og út í brunn. Viðgerðir á gluggum í stigahúsum og þéttir gluggar.  2015. Tröppur og stéttar fyrir framan sorp og hjólgeymslur endursteyptar. Snjóbræðslulagnir settar. Endurnýjun á aðalrafmagnstöflu hússins og raflagnir í sameign yfirfarnar. 2014. Vesturhlið múrviðgerð ásamt svalagólfum og endursteypt svalahandrið þar sem þurfti og hliðin var svo filtruð, grunnuð og máluð með svölum og svalagólfum. Gluggar og svalarhurðir á vesturhlið málaðir. Einnig endurnýjaðir gluggar í þvottahúsum og settar loftunartúður. Ástand þaks kannað og reyndist nokkuð gott miðað við aldur hússins, óskemmt og málning þokkaleg. 2012. Sameignarhurðar endurnýjaðar og samstæðar læsingar settar í sameign. 2009. Inngönguhurðar í íbúðirnar voru endurnýjaðar og settar B30 hurðir fyrir allar íbúðir. 2003. Húsið var klætt áveðurs með litaðri álklæðningu þ.e. norðurgafl, austurhlið og suðurgafl. Áhvílandi eru tvö lán frá ÍLS og Arion banka, upphaflega að upphæð um 21 m. samtals.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru m.a. fengnar með sjónskoðun fasteignasala eignarinnar, sóttar í opinberar skrár, samkvæmt upplýsingum frá eiganda eignarinnar og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi skal veita fasteignasala og tilboðsgjöfum upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, t.d. vatns og raflagnir, dren, skólp og þak. Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. VB Eignir fasteignasala bendir væntanlegum tilboðsgjöfum á að kynna sér vel ástand eigna með  skoðun á eigninni fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þeir telji þörf á því. 


Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. Margir eru að hugsa um að endurfjármagna úr óhagstæðum bankalánum yfir í hagstæðari lífeyrissjóðslán þessa dagana og hjálpa ég fólki að athuga hvort það borgar sig og þá hvar best er að taka ný lán.
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, endurfjármagna, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.
Bendi ég öllum á að betra er að taka lífeyrissjósðlán en bankalán vegna kaupa á nýju heimili eða vegna endurfjármögnunar.
Allir eiga rétt á láni í nánast öllum þeim lífeyrissjóðum sem þeir hafa borgað í frá því þeir byrjuðu að vinna og svo er að velja þann sjóð sem er með lægstu vextina og eða hæsta lánshlutfallið eftir því sem hentar hverjum og einum. Ef þið þurfið meiri lán en þau 60 til 75 % sem lífeyrissjóðirnir eru að bjóða þá er hægt að taka allt upp í 90 % lán fyrir fyrstu kaupendur með því að taka lán frá Framtíðinni lánasjóð á eftir lífeyrissjóðsláninu. Þeir sem hafa keypt íbúð áður geta fengið upp í 85 % lán á eftir lífeyrissjóðslánunum.
Ég hef undanfarin tíu ár starfað sem stjórnarmaður, formaður og varaformaður í sjálfboðavinnu innan Hagsmunasamtaka heimilanna og hef þar og annars staðar "eftirnafnið" Ekki fjárfestir. 

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag. Sími 822-8183

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.