Fagurgerði 2, 800 Selfoss
Tilboð
Einbýli / Einbýlishús á tveimur hæðum
7 herb.
213 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1966
Brunabótamat
59.550.000
Fasteignamat
46.250.000

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali kynnir: 

Þessi fallega eign er seld og fjármögnunarferlið gekk eftir og óska ég nýjum eigendum og seljendum til hamingju. Þegar eign er skráð seld þá kemur að verðið hafi verið "tilboð" sem er ekki rétt en eignin fór nálægt uppsettu verði sem getur bæði verið undir og yfir því. Gangi ykkur vel að finna hemili.
Einnig óska ég eftir eignum á skrá á Selfossi og annars staðar á stórSelfosssvæðinu.

Fagurgerði 2 á Selfossi. Hef fengið í einkasölu tveggja hæða einbýlishús sem er einstaklega fallega skipulagt og frábærlega innréttað í Skandinaviskum stíl þess tíma sem það var byggt árið 1966 í Funkisstíl. Sérlega fallegur arinn hlaðinn úr Drápuhlíðargrjóti er miðdepill efri hæðarinnar sem er mjög falleg, opin og björt. Húsið er í einu af elsta og fallegasta hverfi Selfoss. Frábært útsýni er frá húsinu í norður yfir Ölfusánna og hinar fallegu Laugdælaeyjur sem þar eru, yfir í Ingólfsfjall, Búrfell, Hellisskóg og víðar.
Húsið skiptist á eftirfarandi hátt: Neðri hæðin: Við aðalinngang er innskot með Drápuhlíðargrjóti. Komið inn í anddyri með fataskápum. Nýr fallegur og vandaður gráspengdur Linoliumdúkur er í anddyri og herbergjum á hæðinni. Falleg ný glerrennihurð er að holi með fataskáp og þar á móti er flísalagt fallegt baðherbergi með sturtu, gluggi. Inn af holinu er rými sem nú er nýtt sem fataherbergi öðru megin en herbergi hinu megin, þetta eru á teikningum tvö herbergi. Geymslurými með fataskápum og tengi fyrir frysti eða ísskáp. Rúmgott þvottahús með innréttingu, tengt fyrir þvottavél og þurrkara í góðri vinnuhæð með skúffum undir, gluggi. Innst á ganginum er herbergi / vinnuherbergi / geymsla, þar er sér inngönguhurð sem gefur möguleika á útleigu. Innangengt er í bílskúrinn en hann hefur verið nýttur sem vinnustudíó og eru tveir gluggar á honum með frábæru útsýni.
Efri hæðin: frá stigaholinu á neðri hæðinni er gengið upp fallegan og breiðan steyptan stiga með palli, þar er vandað og nýlegt grátt Sisalteppi. Efri hæðin er nánast öll með mjög fallegum blágrænum Linoliumdúk sem tónar sérstaklega vel við upprunalegan arininn og aðrar upprunalegar hurðar og stigahandrið hússins. Á hæðinni er fallegt hol og gangur með skápum. Rúmgott hjónaherbergi sem er notað sem sjónvarpsherbergi. Tvö svefnherbergi sem eru sameinuð í eitt í dag. Fallegt opið skrifstofu- bóka- tölvu eða vinnuherbergi með glugga. Gullfallegt flísalagt baðherbergi með baðkari og innréttingu, handklæðaofn og gluggi. Sérlega glæsilegt nýtt eldhús með vandaðri hvítri háglans innrétting frá HTH með innbyggðum vönduðum tækjum, sérvalin Fiori di Bosco marmaraborðplata á innréttingunni og undir öðrum glugga eldhússins þar sem er pláss fyrir 3 háa stóla við norður glugga sem er með ótrúlegu útsýni. Falleg borðstofa er á milli eldhússins og stofunnar þar sem er sama ótrúlega útsýnið. Stofan er með sama fallega Linolíumdúknum og eldhúsið og borðastofan og þar er sérlega fallegur og veglegur opin arinn með Drápuhlíðargrjóti, útgönguhurð frá stofunni á suður sólpall og á skjólsælan suður og vestur garð.
Lóðin er gróin og stór og er 842.2 fm að stærð. Tveir geymsluskúrar eru á lóðinni og eru þeir hvor um sig um 9 fm að stærð en skoða þarf ástand þeirra. Góðar útisnúrur. Stórt bilaplanÍ húsinu eru flest gólfefni ný eða nýleg, baðherbergis og eldhúsinnréttingin eru nýjar, flestar vatnslagnir og bæði vatnsinntök ný og ljósleiðari er kominn inn. Þetta hús var byggt 1966 eins og áður segir og er teikningin dæmigerð Funkisteikning þess tíma en um 1992 var það klætt að utan að mestu með máluðu bárujárni, auk þess breyttu upprunalegir eigendur út frá teikningunni og settu strax  "venjulegt" þak á húsið vegna þess að reynslan frá öðrum húsum sem verið var að byggja í kringum þau var ekki góð af sléttum þökum þannig að Funkisstíllinn er ekki eins vel sjáanlegur. Stutt í verslanir, skóla, sjúkrahúsið og aðra þjónustu. Mikil uppbygging er búin að vera á Selfossi undanfarin ár og verið er að byggja þar nýjan miðbæ. Verið er að tvöfalda þjóðveginn á milli Selfoss og Hveragerðis og á að færa hann norður fyrir ofan byggðina þannig að þungaumferð verður þá ekki lengur í gegnum Selfoss. Góðar og fallegar göngu og hjólaleiðir.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru m.a. fengnar með sjónskoðun fasteignasala eignarinnar, sóttar í opinberar skrár, samkvæmt upplýsingum frá eiganda eignarinnar og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi skal veita fasteignasala og tilboðsgjöfum upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, t.d. vatns og raflagnir, dren, skólp og þak. Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. VB Eignir fasteignasala bendir væntanlegum tilboðsgjöfum á að kynna sér vel ástand eigna með  skoðun á eigninni fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þeir telji þörf á því. 


Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. Margir eru að hugsa um að endurfjármagna úr óhagstæðum bankalánum yfir í hagstæðari lífeyrissjóðslán þessa dagana og hjálpa ég fólki að athuga hvort það borgar sig og þá hvar best er að taka ný lán.
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, endurfjármagna, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.
Bendi ég öllum á að betra er að taka lífeyrissjósðlán en bankalán vegna kaupa á nýju heimili eða vegna endurfjármögnunar.
Allir eiga rétt á láni í nánast öllum þeim lífeyrissjóðum sem þeir hafa borgað í frá því þeir byrjuðu að vinna og svo er að velja þann sjóð sem er með lægstu vextina og eða hæsta lánshlutfallið eftir því sem hentar hverjum og einum. Ef þið þurfið meiri lán en þau 60 til 75 % sem lífeyrissjóðirnir eru að bjóða þá er hægt að taka allt upp í 90 % lán fyrir fyrstu kaupendur með því að taka lán frá Framtíðinni lánasjóð á eftir lífeyrissjóðsláninu. Þeir sem hafa keypt íbúð áður geta fengið upp í 85 % lán á eftir lífeyrissjóðslánunum.
Ég hef undanfarin tíu ár starfað sem stjórnarmaður, formaður og varaformaður í sjálfboðavinnu innan Hagsmunasamtaka heimilanna og hef þar og annars staðar "eftirnafnið" Ekki fjárfestir. 

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag. Sími 822-8183

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.