Aðalstræti 62, 600 Akureyri
34.900.000 Kr.
Einbýli / Einbýlishús á einni hæð
3 herb.
93 m2
34.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1846
Brunabótamat
28.350.000
Fasteignamat
29.150.000

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali kynnir: 

Þetta einstaka hús er selt. Aðalstræti 62. Akureyri. Hef fengið í einkasölu sérstaklega svipmikið og sjarmerandi einbýlishús sem stendur á einstökum stað á 1.564.63 fm lóð þar sem er a.m.k. 1.286 fm séreignarlóð, sem ásamt áföstum sameignar og leigulóðarhlutum er skráð samkvæmt fasteignayfirliti að heildarstærð 1.564,63 fm eins og sést á meðfylgjandi lóðarsamningi. Lóðin er einstök og gróðurmikil með grasi, runnum og stórum trjám og er á einstökum stað við Skammagil sem er í hinni fallegu Bæjarbrekku við Fjöruna í Innbænum á Akureyri þar sem elstu hús bæjarins standa og mynda fallega götusýn í þessu einstaka umhverfi. Myndir að innan eru teknar af seljanda og því eru þær ekki í þeim gæðum sem venja er í fasteignaauglýsingum.
Staðsetningin er einstök og eru t.d. í næsta nágrenni nokkur friðuð og sögufræg hús eins og Smiðjan, Indriðahús, Minjasafnskirkjan og Nonnahús.
Húsið er skráð 93,3 fm sem skiptist í um 62 fm neðri hæð og um 31,3 fm rishæð. Neðri hæðin skiptist í forstofu, gang, norður herbergi, þvottavélahorn, baðherbergi, eldhús, borðstofu og stofu. Efri hæðin skiptist í stórt herbergi að sunnanverðu og sjónvarpsstofa / herbergi að  norðanverðu. Að auki eru tveir óskráðir um 14 fm, samtals um 28 fm, sambyggðir vinnu-, studio-, geymslu og eða flott listamannaaðstaða og vinnustofur á efri parti lóðarinnar sem fylgja með. Annar þeirra var byggður sem vinnustofa afa núverðandi eiganda um 1970 heldur hann og var sá skúr endurbyggður á sama tíma og nýrri skúrinn var byggður eða um eða upp úr 1990. Eru báðir skúrarnir með hurðum og gluggum, einangraðir og með rafmagni.  Lóðin er lituð ljósgrá á meðfylgjandi lóðarmynd.

Að sögn núverandi eiganda var húsið sjálft mikið endurnýjað á árunum á milli 1985 og 1988 og var meðal annars eftirfarandi gert:
Nýr sökkull var steyptur undir húsið og settir nýjir oliubornir eikargólfbitar undir húsið með því að lyfta húsinu upp með lánstjökkum frá Vegagerðinni og gömlu bitarnir fjarlægðir, steypt ný sæti undir bitana og smíðuð ný grind í gólfið með einangrun, gólfið var á sama tíma lækkað til að auka lofthæð um þrjá þumlunga (um 7,5 cm) og sett ný gólfefni. 
Einnig var nánast allt hreinsað innan úr húsinu milli 1985 og 1988, m.a. allar innréttingar, öll veggjar og loftaklæðning og skipt um var um loftabitana og stigann og handriðið milli hæða og hluta innveggja. Veggir og loft voru svo klædd upp á nýtt með plötum og settur nýr panill í loftið í risinu á efri hæðinni. Nýjir gluggar voru smíðaðir þar sem þurfti ásamt því að ný hurð var sett út á pall frá stofunni, ný bakdyrahurð og ný sérsmíðuð útidyrahurð. Ný eldhúsinnrétting sett og baðherbergið allt endurnýjað. Rafmagn gert nýtt. Hitaveita tekin inn og sett ný skólplögn út í götu. 
Á sama tíma var hreinsað frá húsinu að utanverðu og endurnýjað ásamt því að tröppur að inngangi framan við húsið voru endursmíðaðar ásamt handriðinu.
Ef þið viljið skoða þetta einstaka hús þá getið þið annað hvort hringt í eigandann, Sigurð í 862-7988 sem sýnir húsið sjálfur, eða sent mér tölvupóst á [email protected]  
Saga hússins: Nákvæmt byggingarár hússins er á huldu en í sumum heimildum er talið að Hallgrímur Kristjánsson, gullsmiður og gestgjafi, hafi byggt húsið um 1846 en aðrar heimildir benda til að húsið sé nokkuð yngra og Hallgrímur hafi ekki byggt það fyrr en upp úr 1850. Vitað er að Hallgrímur keypti torfhús af Grími Laxdal árið 1849 þegar hann flutti til Akureyrar en það hús er líklega það sem stóð á lóð Aðalstrætis 64, Mínubær og er nú löngu horfið. Árið 1855 sótti hann um leyfi til veitingareksturs. Árið 1859 lét Hallgrímur af veitingasölu og gerðist kaupmaður. Árið 1881 var sonur hans, Einar, talinn eigandi ásamt föður sínum. Einar var verslunarstjóri Jónassensverslunar. Magnús J. Kristjánsson, síðar verslunarmaður og ráðherra, var um skeið leigjandi í húsinu, og árið 1899 fékk Magnús leyfi byggingarnefndarinnar til þess að byggja bakhús á lóðinni, að stærð 12x19 álnir en það hús er nú horfið. Samkvæmt upplýsingum frá Stefaníu Ármannsdóttur var húsið klætt steinblikki skömmu eftir 1930. Húsið hefur tiltölulega sjaldan skipt um eigendur miðað við aldur og var t.d. í eigu sama manns Ármanns Dalmannssonar frá 1930 til um 1980 og Stefanía dóttir hans Baldur maður hennar eignast húsið eftir það og eru þau eigendur hússins þegar áðurnefnd Akureyrarbók er rituð 1993. Eigandi hússins í dag er Sigurður sonur Stefaníu og Baldurs. Húsið er friðað sökum aldurs samkvæmt þjóðminjalögum árið 1990. 
Til viðbótar fyrir þá sem hafa gaman af sögu þá er í bók Steindórs Steindórssonar frá 1993, Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs eftirfarandi að finna um húsið.
Aðalstræti 62 reisti Hallgrímur Kristjánsson gullsmiður árið 1850. Er það nokkuð hefðbundið að gerð fyrir hús þess tíma, einlyft með bröttu risi, dyr fyrir miðju og gluggar sitt hvoru megin við þær. Húsið er klætt steinblikki og bárujárni á þaki og í því eru nýlegir sexrúðugluggar. Þar er þetta hús sagt eitt af fáum eldri húsum sem enn standa lítið breytt frá upphafi og nefnt að þar séu enn upprunalegar hurðir, yfir 140 ára gamlar. Sennilega hefur lítið sem ekkert verið byggt við húsið. Húsið hefur tiltölulega sjaldan skipt um eigendur miðað við aldur var t.d. í eigu sama manns frá 1930-80 og Stefanía dóttur hans Baldur maður hennar eignast húsið eftir það, og eru þau eigendur hússins þegar áðurnefnd Akureyrarbók er rituð 1993 en eigandi hússins í dag er Sigurður sonur Stefaníu og Baldurs, "innskot VB". Þessi maður sem átti húsið frá 1930 til 1980 var Ármann Dalmannsson, afi núverandi eiganda, forstjóri og mikill skógræktarfrömuður og mun hann hafa ræktað lóðina upp að mestu. En hún er víðáttumikil og hana prýðir mikill og smekklegur trjágróður en slíkt er alls ekki óalgengt með húsin í Fjörunni. Bæði gróskumikill garðurinn og húsið eru til mikillar prýði í umhverfinu sem er svo sannarlega ekki af verri endanum en margir telja Fjöruna og Aðalstrætið einn mest aðlaðandi stað Akureyrar, þar sem gömlu húsin og grónu garðarnir standa undir snarbrattri Bæjarbrekkunni. Ekki spillir að viðhald bæði húsanna og lóðana er nær undantekningalaust fyrsta flokks.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru m.a. fengnar með sjónskoðun fasteignasala eignarinnar, sóttar í opinberar skrár, samkvæmt upplýsingum frá eiganda eignarinnar og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi skal veita fasteignasala og tilboðsgjöfum upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, t.d. vatns og raflagnir, dren, skólp og þak. Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. VB Eignir fasteignasala bendir væntanlegum tilboðsgjöfum á að kynna sér vel ástand eigna með  skoðun á eigninni fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þeir telji þörf á því. 


Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. Margir eru að hugsa um að endurfjármagna úr óhagstæðum bankalánum yfir í hagstæðari lífeyrissjóðslán þessa dagana og hjálpa ég fólki að athuga hvort það borgar sig og þá hvar best er að taka ný lán.
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, endurfjármagna, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.
Bendi ég öllum á að betra er að taka lífeyrissjósðlán en bankalán vegna kaupa á nýju heimili eða vegna endurfjármögnunar.
Allir eiga rétt á láni í nánast öllum þeim lífeyrissjóðum sem þeir hafa borgað í frá því þeir byrjuðu að vinna og svo er að velja þann sjóð sem er með lægstu vextina og eða hæsta lánshlutfallið eftir því sem hentar hverjum og einum. Ef þið þurfið meiri lán en þau 60 til 75 % sem lífeyrissjóðirnir eru að bjóða þá er hægt að taka allt upp í 90 % lán fyrir fyrstu kaupendur með því að taka lán frá Framtíðinni lánasjóð á eftir lífeyrissjóðsláninu. Þeir sem hafa keypt íbúð áður geta fengið upp í 85 % lán á eftir lífeyrissjóðslánunum.
Ég hef undanfarin tíu ár starfað sem stjórnarmaður, formaður og varaformaður í sjálfboðavinnu innan Hagsmunasamtaka heimilanna og hef þar og annars staðar "eftirnafnið" Ekki fjárfestir. 

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag. Sími 822-8183

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.